Fótbolti

Lampard: Við hræðumst ekki Barcelona

Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segir að það trufli liðið ekki neitt að vera litla liðið í rimmunni gegn Barcelona en fyrri leikur liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld.

Fótbolti

Heimir Guðjóns: Chelsea verður að vinna í kvöld

Chelsea tekur á móti Barcelona á Stamford Bridge í dag í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og Fréttablaðið fékk Heimi Guðjónsson, þjálfara FH og sérfræðing Stöðvar 2 Sport, til að spá í leikinn.

Fótbolti

Skoraði sjálfsmark frá miðju

Ante Kulusic, leikmaður Genclerbirligi í Tyrklandi, er aldrei þessu vant í fjölmiðlum. Ástæðan er algjörlega ótrúlegt sjálfsmark sem hann skoraði.

Fótbolti

Meistaradeildin: Umfjöllun um leik FC Bayern og Real Madrid

Þýska liðið FC Bayern München landaði góðum 2-1 sigri gegn spænska liðinu Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Staða FC Bayern er því góð fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd. Þorsteinn J fór yfir gang mála í leiknum í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport með sérfræðingum þáttarins, Reyni Leóssyni og Pétri Marteinssyni.

Fótbolti

Reading komið upp í ensku úrvalsdeildina - Brynjar Björn á heimleið

Reading tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir 1-0 heimasigur á Nottingham Forest. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og sá fjórtándi í sextán leikjum frá því í lok janúar. Reading er með 88 stig og átta stigum meira en West Ham sem situr í þriðja sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Enski boltinn

Cruyff hefur ekkert heyrt frá Liverpool

Johan Cruyff segir ekkert til í þeim fréttum að hann sé á leiðinni til Liverpool til að taka við starfi Damien Comolli sem yfirmaður knattspyrnumála félagsins. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Cruyff væru á óskalista Liverpool.

Enski boltinn

Morosini fékk heiðurslíkfylgd um heimavöll Livorno

Liðsfélagar Piermario Morosini og þúsundir stuðningsmanna Livorno minntust hans í dag þremur dögum eftir að hann fékk hjartaáfall og lést í miðjum leik Livorno og Pescara í ítölsku b-deildinni. Morosini verður jarðsunginn á morgun í heimabæ sínum Bergamo.

Fótbolti

Mario Gomez tryggði Bayern sigur á Real Madrid

Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu.

Fótbolti

Heynckes: Einstakt tækifæri fyrir okkur

Það er mikið undir hjá Bayern München í Meistaradeildinni enda fer úrslitaleikur keppninnar fram á þeirra heimavelli. Þangað vill liðið komast en fyrst þarf Bayern að leggja Real Madrid af velli.

Fótbolti

Reynir: Real Madrid er ekki of stór biti fyrir Bæjara

Bayern München og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en leikur kvöldsins fer fram í Þýskalandi og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fréttablaðið fékk knattspyrnuspekinginn Reyni Leósson til að velta fyrir sér þessum leik.

Fótbolti

Carroll segist vera hættur að lyfta sér upp

Andy Carroll er loksins farinn að endurgreiða Liverpool fyrir þær 35 milljínur punda sem liðið greiddi fyrir hann. Carroll hefur skorað sigurmörk í síðustu leikjum og nú síðast gegn Everton í undanúrslitum bikarsins.

Enski boltinn

Sex koma til greina sem leikmaður ársins í ensku deildinni

Sex leikmenn voru í dag tilnefndir sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á tímabilinu en hér á ferðinni kjör leikmanna deildarinnar. Verðlaunin verða afhent á sunnudaginn kemur en undanfarin tvö ár hafa Gareth Bale (2010-11) og Wayne Rooney (2009-10) hlotið þessi virtu verðlaun.

Enski boltinn

Balotelli: Dauði Morosini hefur kennt mér að meta lífið

Mario Balotelli, vandræðagemlingurinn hjá Manchester City, þekkti persónulega Ítalann Piermario Morosini sem lést um helgina eftir að hafa fengið hjartáfall í miðjum leik Livorno á móti Pescara í ítölsku b-deildinni. Dauði Morosini hafði mikil áhrif á Balotelli ef marka má viðtal við hann í ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport.

Enski boltinn

Messi skorar innan sem utan vallar

Argentínski snillingurinn Lionel Messi er að verða pabbi í fyrsta sinn ef marka má twitter-færslu hjá argentínska knattspyrnusambandinu. Messi slær hvert metið á fætur öðru og það virðist allt ganga upp hjá kappanum þessa dagana, innan sem utan vallar.

Fótbolti

Getafe skoraði fimm mörk á móti Sevilla í kvöld

Getafe vann 5-1 stórsigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en litla liðið út úthverfi Madrid er þar með komið upp í hóp fimm liða með 45 stig í 7. til 11. sæti deildarinnar. Sevilla er einnig með 45 stig en missti Getafe upp fyrir sig. Miku, 26 ára framherji frá Venesúela, skoraði tvö mörk í leiknum.

Fótbolti