Fótbolti

Svarthvítur Jesús á Akureyri

Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða.

Íslenski boltinn

Þetta tilboð var brandari

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir.

Íslenski boltinn

Markalaust í Lundúnarslagnum á Brúnni

Chelsea og Tottenham gerðu markalaust jafntefli í Lundúnarslag á Stamford Bridge í dag. Leikmenn Tottenham naga sig vafalítið handarbökin en liðið fékk frábær færi til þess að tryggja sér sigur í leiknum.

Enski boltinn

Redknapp: Mesta vitleysan sem ég hef heyrt

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, gefur lítið fyrir þær kenningar að Tottenham sé að missa dampinn í ensku úrvalsdeildinni vegna umræðunnar um að hann sé að fara að taka við enska landsliðinu eða vegna pressunnar á að liðið tryggi sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Enski boltinn

Petr Cech: Tottenham-leikurinn á morgun er lykilleikur fyrir okkur

Petr Cech, markvörður Chelsea, hefur tjáð sig um mikilvægi leiks helgarinnar en Chelsea tekur á móti Tottenham á Stamford Bridge í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Chelsea er fyrir leikinn fimm stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Enski boltinn

Koscielny hrósar Van Persie fyrir varnarvinnuna

Hollendingurinn Robin Van Persie er ekki bara skila mörkum og stoðsendingum til Arsenal-liðsins því liðsfélagi hans Laurent Koscielny sá ástæðu til þess að vekja athygli á því að hollenski framherjinn eigi þátt í bættum varnarleik liðsins.

Enski boltinn

Ferguson í sálfræðihernaði | örvænting hjá Man City?

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englandsmeistaraliðs Manchester United er klókur þegar kemur að sálfræðihernaðinum sem þarf að nota í baráttunni um meistaratitilinn. Hinn þaulreyndi Ferguson sendi grannaliðinu Manchester City "kveðju“ í gegnum fjölmiðla í dag þar sem hann segir að Man City sé að fara á taugum og Man Utd eigi nóg af "skotfærum“ fyrir lokasprettinn á deildarkeppninni.

Enski boltinn

UEFA greiðir um 17 milljarða kr. til félagsliða vegna EM 2012

Stærstu knattspyrnuliðin í Evrópu fá háa greiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu á þessu ári vegna Evrópumóts karlalandsliða sem fram fer í Póllandi og Úkraínu í sumar. Alls skipta stærstu liðin um 17 milljörðum kr. á milli sín eða sem nemur um 83 milljónum punda.

Fótbolti

Brasilíumaðurinn David Luiz er orðaður við Barcelona

David Luiz er vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea þrátt fyrir að hann hafi gert ótal mistök frá því hann kom til liðsins frá Benfica í Portúgal. Varnarmaðurinn er nú orðaður við stórlið Barcelona á Spáni. Samkvæmt frétt Daily Mail gæti Barcelona boðið allt að 35 milljónir punda eða sem nemur 7 milljörðum kr í hinn 24 ára gamla Brasilíumann.

Enski boltinn

Vonandi fyrst til að vinna

Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam.

Fótbolti

Sogndal vill fá Skúla Jón

Norsk félög halda áfram að kroppa í bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar því samkvæmt heimildum Vísis er úrvalsdeildarliðið Sogndal á eftir Skúla Jóni Friðgeirssyni, varnarmanni KR.

Íslenski boltinn