Fótbolti

Englendingar byrjaðir að æfa vítaspyrnur

Dramatíkin hefur elt enska landsliðið uppi á stórmótum í gegnum tíðina. Englendingar hafa til að mynda fallið fimm sinnum úr leik í vítaspyrnukeppni á síðustu 22 árum. Aðeins einu sinni hefur England náð að vinna í vítaspyrnukeppni á stórmóti en það var gegn Spáni á EM árið 1996.

Fótbolti

Skrtel vill funda með Rodgers

Slóvakíski varnarmaðurinn hjá Liverpool, Martin Skrtel, vill fá að vita hvaða rullu nýi stjórinn hjá Liverpool, Brendan Rodgers, ætlar að láta hann leika áður en hann ræðir nýjan samning hjá félaginu.

Enski boltinn

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr áttundu umferð

Áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leikjum kvöldsins og Hörður Magnússon fór yfir gang mála í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport með þeim Reyni Leóssyni og Tómasi Inga Tómassyni. Það var hljómsveitin Howler sem sá um tónlistana, og lagið heitir Back of your neck.

Íslenski boltinn

Rúnar Már hetja Valsmanna - myndir

Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Valsmönnum 2-1 sigur á Skagamönnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Hann skoraði fyrra markið eftir glæsilegan einleik og seinna markið úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn

Guðjón Heiðar klár í slaginn með Skagamönnum

Vinstri bakvörðurinn Guðjón Heiðar Sveinsson skrifaði í dag undir samning við Skagamenn sem gildir út árið 2013. Guðjón Heiðar sneri aftur á Skagann á föstudaginn eftir námsdvöl í Danmörku eftir áramót. Þetta kemur fram á heimasíðu Skagamanna.

Fótbolti

Belgísku stelpurnar tóku toppsætið af Íslandi

Belgía komst aftur í efsta sætið í riðli Íslands í undankeppni EM kvenna í fótbolta eftir 3-1 útisigur á Ungverjalandi í dag. Belgía er með einu stigi meira en Ísland en íslensku stelpurnar geta endurheimt toppsætið með sigri í Búlgaríu á morgun.

Fótbolti

Dómari leiks Englands og Úkraínu sendur heim

Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, tilkynnti í dag að Ungverjinn, Viktor Kassai og aðstoðarmenn hans myndu ekki koma meira við sögu á Evrópumótinu í fótbolta sem nú stendur yfir í Póllandi og Úkraínu.

Fótbolti