Fótbolti

Aron Einar lagði upp jöfnunarmarkið hjá Cardiff

Cardiff City náði aðeins 1-1 jafnefli á móti Watford í ensku b-deildinni í dag og Aron Einar Gunnarsson og félagar hafa því ekki náð sigri í síðustu þremur leikjum sínum í baráttunni fyrir sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Enski boltinn

Einn af hundrað ríkustu mönnum heims á nú Mónakó-liðið

Rússneski milljarðamæringurinn Dmitry Rybolovlev á nú tvo þriðju í franska félaginu Mónakó og hefur lofað að dæla peningum í félagið sem má muna sinn fífil fegurri. Mónakó er nú í neðsta sæti í frönsku b-deildinni með aðeins einn sigur í átján leikjum.

Fótbolti

Lindegaard búinn að halda fimm sinnum hreinum í sex leikjum

Danski markvörðurinn Anders Lindegaard er heldur betur búinn að minna á sig í baráttunni um markvarðarstöðuna í Manchester United því hann er búinn að halda hreinu í fimm leikjum í röð og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Enski boltinn

Ajax setti árásarmanninn í 30 ára heimaleikjabann

Forráðamenn Ajax ætla að taka hart á stuðningsmanni félagsins sem réðst á Esteban Alvarado, markvörð AZ Alkmaar, í bikarleik í vikunni. Alvarado snéri vörn í sókn, sparkaði í árásarmanninn og fékk að líta rauða spjaldið í staðinn. Þjálfari AZ kallaði lið sitt af velli í mótmælaskyni en rauða spjaldið hefur nú verið dregið til baka af hollenska knattspyrnusambandinu.

Fótbolti

Doni: Get ekki horft á sjálfan mig í speglinum

Cristiano Doni, fyrrum fyrirliði ítalska liðsins Atalanta, hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í að hagræða úrslitum leikja í ítölsku b-deildinni en hann var einn af sextán sem voru handteknir á mánudaginn vegna rannsóknar á Ítalíu á leikjum þar sem úrslitunum var hagrætt.

Fótbolti

Chelsea-leikmenn fá ekki að klæðast Terry-bolum

Ákvörðun Liverpool að láta leikmenn klæðast sérstökum Luis Suárez bolum fór ekki vel í marga og nú hafa forráðamenn Chelsea ákveðið að banna sínum leikmönnum að sýna stuðning sinn við fyrirliða sinn John Terry með þessum hætti.

Enski boltinn

Verður Gerrard með Liverpool gegn Norwich?

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gæti leikið með liði sínu á öðrum degi jóla gegn botnliði Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Gerrard hefur ekki leikið með liði sínu frá 22. okt. vegna meiðsla en þá gerði Liverpool 1-1 jafntefli gegn nýliðum Norwich.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um 8 leikja bannið hjá Suarez

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Luis Suarez framherji Liverpool var á dögunum úrskurðaður í 8 leikja keppnisbann. Suarez á að hafa sagt niðrandi orð um litarhátt Patrice Evra leikmann Manchester United og enska knattspyrnusambandið sýndi mikla hörku með dómi sínum. Málið var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport s.l. fimmtudag og má sjá það myndbrot með því að smella á hnappinn hér yfir ofan.

Fótbolti

Zlatan borgar 2 milljónir á dag fyrir glæsivillu í skíðaparadís

Sænski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Zlatan Ibrahimovich, lætur sér ekki leiðast um jólin en hann hefur "hertekið“ skíðaparadísina Åre í heimalandinu. Zlatan leigir 700 fermetra glæsihýsi af norskum athafnamanni yfir jólahátíðina og greiðir AC Milan leikmaðurinn rúmlega 2 milljónir kr. á sólarhring fyrir húsið, en gríðarlegur fjöldi gesta eru með í för hjá Zlatan og fjölskyldu.

Fótbolti

Wenger gæti óskað eftir því að fá Henry að láni

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að taka ákvörðun á næstu dögum þess efnis hvort félagið ætli að reyna að fá Thierry Henry að láni í janúar. Hinn 34 ára gamli Henry er goðsögn hjá Arsenal en hann lék í átta ár með félaginu og margir stuðningsmenn félagsins telja að hann sé sá besti sem hafi leikið fyrir félagið.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Liverpool og Sigmar Þröstur!

Það verður nóg um að vera í ensku knattspyrnunni á öðrum degi jóla en heil umferð fór fram í vikunni. Hið fornfræga lið Liverpool á fjölmarga stuðningsmenn hér á landi en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Wigan s.l. miðvikudag. Heimir Guðjónsson var gestur í Sunnudagsmessunni hjá Guðmundi Benediktssyni á fimmtudaginn og Heimir hafði sterkar skoðanir á Kenny Dalglish og Liverpool.

Fótbolti

David Beckham er enn og aftur tekjuhæsti fótboltamaður heims

Enski fótboltamaðurinn David Beckham er enn og aftur í efsta sæti yfir tekjuhæstu fótboltamenn heims. Beckham gefur ekkert eftir á þessu sviði þrátt fyrir að vera 36 ára en hann varð bandarískur meistari með liði sínu LA Galaxy á þessu ári. Beckham hefur afrekað það að vera meistari í þremur löndum, Englandi, Spáni og Bandaríkjunum.

Fótbolti

Guardiola gaf Messi lengra jólafrí

Pep Guardiola, stjóri Barcelona, ákvað að gefa Lionel Messi nokkra daga til viðbótar í jólafrí en síðarnefndi kappinn er nú farinn til Argentínu þar sem hann verður með fjölskyldu sinni yfir hátíðarnar.

Fótbolti

Kean: Ég fer hvergi

Steve Kean, stjóri Blackburn, er alveg sama um hvað gagnrýnendur hans segja og ætlar að vera áfram í starfi þrátt fyrir slæmt gengi liðsins.

Enski boltinn