Fótbolti

SönderjyskE flengdi nýliðana

Íslendingaliðið SönderjyskE vann stórsigur, 6-1, á nýliðum Randers í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Eyjólfur Héðinsson var í byrjunarliði SönderjyskE í dag en náði ekki að komast á blað að þessu sinni. Hann var tekinn af velli á 62. mínútu.

Fótbolti

Hlynur: Það þorir ekkert lið að spila fótbolta gegn okkur

"Við erum svekkt með að vera dottinn út úr þessari skemmtilegu keppni en ég held að við höfum gefið Stjörnunni frábæran leik. Við göngum þannig séð sátt frá þessum leik. Við spiluðum virkilega vel og erum ofan á allan leikinn. Við gleymum okkur í tvö skipti í fyrri hálfleik þar sem Stjarnan refsar okkur vel og það eru góð lið sem þurfa ekki fleiri færi en þetta til að klára leiki. Markið sem þær skora í seinni hálfleik er einstakt,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Stjörnunni í Borgunarbikarnum í kvöld.

Íslenski boltinn