Fótbolti

Spænska fótboltaliðið byrjar ekki vel á Ólympíuleikunum

Spánn tapaði 0-1 á móti Japan í fyrsta leik sínum í fótboltakeppni Ólympíuleikanna í London en spænska liðið þurfti að spila manni færri frá 41. mínútu leiksins. Sigurganga Spánverja hefur verið nær samfelld síðustu ár í alþjóðlegum fótbolta og því koma þessi úrslit mjög á óvart.

Fótbolti

Modric látinn æfa með varaliði Tottenham

Króatinn, Luca Modric, miðjumaðurinn öflugi hjá enska úrvalsdeildarliði Tottenham, hefur verið skipað að mæta á æfingu hjá varaliði félagsins þar sem hann neitaði að ferðast með aðalliðinu í æfingaferð félagsins til Bandaríkjanna. Modric hefur beðið félagið afsökunar á því upphlaupi sem fjarvera hans hefur valdið en stendur hinsvegar ennþá fast á sínu að vilja fara frá félaginu.

Enski boltinn

Helgi Valur: Skiljanlega settur á bekkinn

Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson segist ekki viss hvort hann byrji leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í Kaplakrika annað kvöld. Helgi Valur, sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn FH, var settur á bekkinn í deildarleik á sunnudaginn.

Fótbolti

Oscar orðinn leikmaður Chelsea

Brasilíski miðjumaðurinn Oscar er genginn til liðs við Evrópumeistara Chelsea frá Internacional í heimalandinu. Kaupverðið er talið vera um 25 milljónir punda eða sem nemur um fimm milljörðum íslenskra króna.

Enski boltinn

Swansea hafnaði fyrsta tilboði Liverpool í Joe Allen

BBC segir frá því að Liverpool og Swansea séu í viðræðum um kaup á miðjumanninum Joe Allen en þar kom líka fram að Swansea sé þegar búið að hafna einu tilboð frá Liverpool í leikmanninn. Brendan Rodgers þekkir Allen vel enda var hann áður stjóri Swansea.

Enski boltinn

Rosicky frá í tvo mánuði

Tékkneski landsliðsfyrirliðinn Tomas Rosicky verður ekki með Arsenal í upphafi tímabilsins því hann þurfti að fara í aðra aðgerð á hásin og verður því frá keppni í sex til átta vikur. Þetta kom fram í tékkneskum fjölmiðlum í dag en þar kemur fram að Rosicky sé þegar byrjaður í endurhæfingu eftir seinni aðgerðina.

Enski boltinn

Kagawa tryggði Manchester United sigur

Japanski leikmaðurinn Shinji Kagawa skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United vann kínverska liðið Shanghai Shenhua 1-0 í æfingaleik á Shanghai Stadium í Kína í dag. Shanghai Shenhua spilaði án þeirra Didier Drogba og Nicolas Anelka í þessum leik.

Enski boltinn

Redknapp ætlar að hjálpa til að bjarga Portsmouth

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham og Portsmouth, ætlar að reyna að gera sitt í að bjarga Portsmouth frá því að vera lagt niður vegna gjaldþrots. Portsmouth verður að redda fjármagni fyrir 10. ágúst ef félagið ætlar að halda áfram rekstri.

Enski boltinn

Svona lagði Gylfi upp markið fyrir Bale í nótt

Gylfi Þór Sigurðsson og Gareth Bale eru strax byrjaðir að ná vel saman hjá Tottenham. Gylfi lagði upp mark fyrir Bale í 1-1 jafnteflisleik á móti Los Angeles Galaxy í nótt og hefur Gylfi því átt þátt í marki í fyrstu tveimur leikjum sínum í búningi Spurs.

Enski boltinn

Tottenham réttlætir fjarveru Bale á ÓL

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur komið Gareth Bale, til varnar en Bale hefur verið gagnrýndur fyrir að draga sig út úr Ólympíulandsliði Breta vegna meiðsla. Bale lék engu að síður í 73 mínútur og skoraði eitt mark í æfingaleik Tottenham gegn LA Galaxy í gærkvöld.

Enski boltinn

Gylfi lagði upp mark fyrir Tottenham gegn LA Galaxy

Gylfi Sigurðsson lagði upp mark fyrir Tottenham í æfingaleik gegn bandaríska liðinun LA Galaxy sem fram fór í gær. Gareth Bale skoraði markið með góðum skalla á 17. mínútu eftir fyrirgjöf frá íslenska landsliðsmanninum. David Lopes jafnaði fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks.

Enski boltinn

Gylfi Þór og félagar mæta La Galaxy í nótt

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Tottenham Hotspur eru nú staddir í Bandaríkjunum þar sem þeir mæta LA Galaxy í æfingaleik í nótt. Gylfi verður væntanlega í byrjunarliði Tottenham í fyrsta sinn. Leikurinn fer fram í The Home Depot Center í Kaliforníu og hefst klukkan tvö að íslenskum tíma.

Enski boltinn

Inzaghi tekur við unglingaliði AC Milan

Það verður ekkert að því að ítalski framherjinn Filippo Inzaghi semji við lið í Englandi því kappinn hefur samþykkt að taka við unglingaliði AC Milan. Inzaghi var einn af mörgum eldri leikmönnum AC Milan sem fengu ekki nýjan samning hjá félaginu.

Fótbolti