Fótbolti

Guðjón: Það þarf kraftaverk

"Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn en það voru ágætir kaflar í honum. Það var þungt að þurfa að tapa þessu. Við erum í erfiðri stöðu,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍA í kvöld.

Íslenski boltinn

Wenger: Við munum skora

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi eftir markalausa jafnteflið gegn Stoke í dag að sóknarleikurinn væri vandamál hjá liðinu. Arsenal hefur ekki enn tekist að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni.

Enski boltinn

Jóhann Berg sá rautt í markalausu jafntefli gegn Alfreð

Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta leik fyrir hollenska liðið Heerenveen í dag er það sótti Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í AZ Alkmaar heim. Alfreð fór beint í byrjunarlið Heerenveen og lék í fremstu víglínu. Jóhann Berg hóf aftur á móti leik á bekknum.

Fótbolti

Markalaust hjá Stoke og Arsenal

Stoke og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal setti harða pressu að marki Stoke er leið á leikinn en liðið náði ekki að angra Vito Mannone í marki Stoke að neinu ráði.

Enski boltinn

Owen er enn án félags

Hestaáhugamaðurinn og framherjinn Michael Owen er ekki af baki dottinn og hann stefnir ótrauður á að finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Enski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-1

Stjarnan og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli á Samsungvellinum í kvöld en leikurinn var hluti af 17.umferð Pepsi-deildar karla. Þessi lið berjast um Evrópusætið í deildinni og var þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir báða bóga. Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega korters leik en Eyjamenn náðu að jafna þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Íslenski boltinn

Liverpool gaf Man. City stig

Martin Skrtel var fyrst hetja og síðan skúrkur er Liverpool tók á móti Man. City. Liverpool komst tvisvar yfir í leiknum en gaf City tvö mörk í 2-2 jafnteflisleik. Seinna markið sem Skrtel gaf var sérstaklega pínlegt.

Enski boltinn

Milan vill fá Kaká

Það er ekki enn orðið ljóst hvað verður um Brasilíumanninn Kaká hjá Real Madrid. Hann virðist ekki eiga mikla framtíð hjá félaginu og áhugi er víða að á leikmanninum.

Fótbolti

Sahin orðinn leikmaður Liverpool

Framhaldssögunni um Tyrkjann Nuri Sahin er loksins lokið. Hann er orðinn leikmaður Liverpool og mun leika með félaginu sem lánsmaður út leiktíðina. Hann er í eigu Real Madrid. Arsenal sótti einnig stíft að fá leikmanninn en hann endaði í herbúðum Liverpool.

Enski boltinn

Harpa: Spilaðist eins og við vildum

"Þetta er frábært, það var frábært að vinna. Þær eru með gott lið og við vissum að við kæmum hingað í hörkuleik, sem varð raunin. Við fórum varfærnislega inn í fyrri hálfleik og áttum seinni hálfleikinn og allar þeirra sóknaraðgerðir. Þetta spilaðist eins og við vildum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar í leikslok.

Íslenski boltinn