Fótbolti

Lucas verður frá í tvo til þrjá mánuði

Liverpool varð fyrir áfalli í dag þegar kom í ljós að brasilíski miðjumaðurinn Lucas Leiva verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði vegna tognunar aftan í læri. Brendan Rodgers staðfesti þetta við fjölmiðla í dag.

Enski boltinn

Engin norsk sjónvarpsstöð vill sýna leik Íslands og Noregs

Ísland og Noregur mætast í fyrsta leik undankeppni HM 2014 á Laugardalsvellinum í næstu viku og vanalega er mikil spenna í Noregi fyrir leikjum fótboltalandsliðsins en svo er ekki nú. Það vill nefnilega engin norsk sjónvarpsstöð sýna leikinn og Norðmenn verða því að skella sér til Íslands ætli þeir að sjá leikinn.

Íslenski boltinn

Chelsea gæti brotið 100 milljón punda múrinn með kaupum á Schürrle

Chelsea hefur verið að yngja upp í leikmannahópnum í sumar og nýjasti ungi leikmaðurinn á leiðinni á Stamford Bridge gæti verið André Schürrle hjá Bayer Leverkusen. Bayer Leverkusen er þegar búið að hafna 16 milljón punda tilboði Chelsea í þýska landsliðsmanninn en Guardian segir að Chelsea sé tilbúið að hækka sig til þess að krækja í leikmanninn áður en félagsskiptaglugginn lokar á föstudaginn.

Enski boltinn

Ætlar Brendan Rodgers að gera vinstri bakvörð úr Downing?

Brendan Rodgers, nýr stjóri Liverpool, er tilbúinn að reyna nýja hluti til þess að ná eitthvað út úr enska landsliðsmanninum Stewart Downing sem fann sig engan veginn á sínu fyrsta tímabili á Anfield. Downing lék sem vinstri bakvörður í Evrópusigrinum á Hearts í síðustu viku og fékk hrós að launum frá Rodgers.

Enski boltinn

Berbatov floginn til Ítalíu

Dimitar Berbatov flaug til Ítalíu í morgun til þess að ganga frá samningi við ítalska félagið Fiorentina samkvæmt heimildum Reuters. Berbatov hefur samið um kaup og kjör og verður væntanlega tilkynntur sem nýr leikmaður Fiorentina seinna í dag.

Enski boltinn

Góður möguleiki í báðum leikjum

Ísland á góðan möguleika á að leggja bæði Noreg og Kýpur að velli í fyrstu landsleikjum liðsins í undankeppni HM 2014 að mati þjálfarans Lars Lagerbäck. Óvissa ríkir um þátttöku Kolbeins Sigþórssonar.

Íslenski boltinn

Swindon sló Stoke úr leik

Fjölmargir leikir fóru fram í 2. umferð ensku deildabikarkeppninnar í kvöld. Óvæntustu úrslitin eru 4-3 sigur enska C-deildarliðsins Swindon á Stoke í framlengdum leik.

Enski boltinn

Malaga í Meistaradeildina í fyrsta sinn

Það verða fjögur spænsk lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem að Malaga tryggði sér í kvöld áfram úr forkeppninni með markalausu jafntefli gegn Panathinaikos í Grikklandi.

Fótbolti

Rooney: Í lagi með löppina

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, segir að meiðslin sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Fulham um helgina séu ekki jafn slæm og þau litu út fyrir að vera.

Enski boltinn

Sky Sports: AC Milan að koma Bendtner til bjargar

Sky Sports hefur heimildir fyrir því að danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner sé á leiðinni til ítalska liðsins AC Milan. AC Milan er að leita sér að framherja í staðinn fyrir Zlatan Ibrahimovic og Bendtner á enga framtíð hjá Arsenal.

Enski boltinn