Fótbolti

Hermann ætlar að spila frítt fyrir Portsmouth

Hermann Hreiðarsson er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna og ætlar að hjálpa sínum gömlu félögum í Portsmouth í ensku C-deildinni í vetur. Portsmouth á í miklum fjárhagserfiðleikum, getur ekki borgað nein laun og því mun Hermann spila frítt með liðinu. Þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu.

Enski boltinn

Gekk illa hjá Fabiano að fá gult spjald

Luis Fabiano, framherji Sao Paulo, skoraði mark í þægilegum 4-0 sigri á Botafogo í deildarleik í Brasilíu í gær. Það gekk hins vegar öllu verr fyrir kappann að næla sér í gult spjald.

Fótbolti

Ole Gunnar Solskjær: Ég vil mæta Liverpool í riðlakeppninni

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari norsku meistaranna í Molde, stýrði liði sínu inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gær og þessi goðsögn af Old Trafford á sér óskamótherja þegar dregið verður í dag. Molde sló út Íslendingaliðið Heerenveen frá Hollandi en með því liði spilar Alfreð Finnbogason.

Fótbolti

Nigel De Jong farinn til AC Milan

Nigel De Jong, hollenski miðjumaðurinn hjá Manchester City, er kominn með nýtt félag því hann mun spila með ítalska liðinu AC Milan á þessu tímabili. Þetta kom fram á heimasíðu AC Milan.

Fótbolti

Óskar Örn á leið til Sandnes Ulf

Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, gengur að öllum líkindum til liðs við norska liðið Sandnes Ulf í dag. Um lánsamning út leiktíðina er að ræða. Þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður kappans, í samtali við Vísi í morgunsárið.

Íslenski boltinn

Það ruglar enginn neitt í mér

Kolbeinn Kárason skoraði tvívegis í 4-0 sigrinum á Keflavík í 17. umferð Pepsi-deildar karla. Valur vann einnig 4-0 sigur í fyrri leiknum og virðist henta liðinu vel að mæta Bítlastrákunum af Reykjanesinu.

Íslenski boltinn

Granero samdi við QPR

QPR hefur gengið frá kaupum á Esteban Granero frá Spánarmeisturum Real Madrid. Granero gerði fjögurra ára samning við enska liðið.

Enski boltinn

Tryggvi var aðeins í mánaðarlöngu agabanni

Það vakti athygli að Tryggvi Guðmundsson var kominn aftur í leikmannahóp FH í kvöld. Hann hefur verið í agabanni síðan hann braut agareglur á Þjóðhátíð. Miðað við ummæli eftir það var ekki búist við því að hann myndi spila aftur fyrir liðið.

Íslenski boltinn

Úlfarnir komust áfram

Björn Bergmann Sigurðarson og Eggert Gunnþór Jónsson voru báðir í byrjunarliði Wolves sem komust í kvöld áfram í þriðju umferð ensku deildabikarkeppninnar.

Enski boltinn

D er Dauðariðillinn | Real og Man. City mætast

Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Dauðariðillinn er að sjálfsögðu D-riðillinn. Þar mætast meðal annars Real Madrid og Manchester City. Lið Kolbeins Sigþórssonar, Ajax, er einnig í riðlinum sem og Þýskalandsmeistarar Dortmund.

Fótbolti