Fótbolti

Dempsey samdi við Tottenham

Clint Dempsey er orðinn leikmaður Tottenham. Hann skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við félagið sem greiddi Fulham sex milljónir punda fyrir.

Enski boltinn

City náði að klófesta Garcia

Javi Garcia er orðinn leikmaður Manchester City en fréttir þess bárust frá herbúðum félagsins nú í kvöld. City greiðir Benfica sextán milljónir punda fyrir kappann.

Enski boltinn

Berbatov búinn að semja við Fulham

Eftir mikið japl, jaml og fuður er loksins orðið ljóst að Dimitar Berbatov verður leikmaður Fulham í vetur. Félagið hefur staðfest þessar fréttir. Búlgarinn skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kaupverðið var ekki gefið upp.

Enski boltinn

Dos Santos seldur til Real Mallorca

Það eru eflaust flestir búnir að gleyma því að Mexíkóinn Giovani dos Santos hafi verið í eigu Tottenham. Hann var það allt þar til í dag er hann var seldur til Spánar.

Fótbolti

Hrun hjá Helsingborg eftir að Alfreð fór frá félaginu

Það er óhætt að segja að sænska liðið Helsingborg sakni íslenska landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar sem endaði lánsamning sinn hjá félaginu á dögunum og gekk til liðs við hollenska félagið Heerenveen. Helsingborg var á miklu skriði í síðustu leikjum Alfreðs en hefur nú tapað fyrstu fjórum leikjum sínum án hans.

Fótbolti