Fótbolti

Solbakken um Björn Bergmann: Virðist alltaf meiðast í sófanum

Stale Solbakken, stjóri Wolves, hefur eins og landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck lítið getað notað Björn Bergmann Sigurðarson á tímabilinu en þessi stórefnilegi íslenski framherji er búinn að vera mikið meiddur. Björn Bergmann hefur sem dæmi ekki enn náð að spila landsleik fyrir Lagerbäck þótt að Svíinn hafi verið duglegur að velja hann í landsliðshópana sína.

Enski boltinn

Margrét Lára spilaði með Kristianstad í kvöld

Margrét Lára Viðarsdóttir lék í kvöld með Kristianstad þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Margrét Lára verður ekki með íslenska landsliðinu í mikilvægum leikjum á móti Norður-Irlandi og Noregi á næstu dögum þar sem hún gaf ekki kost á sér vegna meiðsla.

Fótbolti

Gerrard: Verður að sýna Sterling þolinmæði

Hinn 17 ára gamli leikmaður Liverpool, Raheem Sterling, var í dag valinn í enska landsliðið fyrir leikinn gegn Úkraínu. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að það þurfi að fara varlega með unga menn eins og Sterling.

Fótbolti

Neymar: Ég er ekki vél

Brasilíska undrabarnið Neymar er ekki kátur með stuðningsmenn landsliðsins eftir að þeir bauluðu á hann í vináttulandsleik gegn Suður-Afríku á föstudag.

Fótbolti

Lloris ætlar að funda með Villas-Boas

Franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris er nýkominn til Tottenham og þegar hefur verið mikið drama í kringum hann þar sem ekki er útlit fyrir að hann verði markvörður númer eitt hjá félaginu. Ekki strax í það minnsta.

Enski boltinn

Ferguson sagður vilja kaupa Ronaldo

Sunday Mirror greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson ætli að leita eftir stuðningi stjórnar Manchester United um að kaupa Portúgalann Cristiano Ronaldo sem félagið seldi til Real Madrid á 80 milljónir punda fyrir þremur árum.

Enski boltinn