Fótbolti

Jafntefli gæti fært FH-ingum titilinn

Pepsi-deild karla fer aftur af stað á morgun eftir þrettán daga landsleikjahlé og það gæti farið svo að FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn og Grindavík félli þótt enn væru þrjár umferðir eftir af deildinni.

Íslenski boltinn

Edda: Verðum eins og vel samstilltur kvennakór

Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári.

Íslenski boltinn

Nýju markaprinsessur landsliðsins

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið markadrottning kvennalandsliðsins í mörg ár en Elín Metta og Sandra María, tvær 17 ára stelpur, slógu í gegn í Pepsi-deild kvenna í ár og eru í íslenska landsliðshópnum fyrir gríðarlega mikilvæga leiki í undankeppni EM.

Íslenski boltinn

Arsenal slátraði Southampton

Arsenal fylgdi á eftir góðum útisigri á Liverpool í síðustu umferð með stórsigri á nýliðum Southampton. Lokatölurnar urðu 6-1 í leik þar sem gestirnir voru óvenju gjafmildir.

Enski boltinn