Fótbolti

Ekkert Barcelona-lið hefur byrjað betur

Barcelona vann 3-1 sigur á Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í gær og hefur þar með náð í 28 stig af 30 mögulegum í fyrstu tíu umferðum deildarinnar. Þetta er besta byrjun félagsins frá upphafi í spænsku deildinni.

Fótbolti

Fór hann yfir línuna? - dómari og línuvörður ósammála

Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar þeirra í LdB Malmö töpuðu sænska meistaratitlinum á markatölu í dag og það er enn meira svekkjandi fyrir íslensku landsliðskonurnar að þær töldu sig hafa skorað jöfnunarmark í úrslitaleiknum á móti Tyresö sem hefði tryggði Malmö-liðinu titilinn.

Fótbolti

Mons-liðið stoppaði Eið Smára

Eiður Smári Guðjohnsen náði ekki að skora í fimmta leiknum í röð þegar Cercle Brugge tapaði 2-3 á útivelli á móti Mons í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fótbolti

Real Madrid upp í þriðja sætið

Real Madrid komst upp í 3. sæti spænsku deildarinnar í kvöld eftir 4-0 heimasigur á Real Zaragoza en það hjálpaði líka lærisveinum Jose Mourinho að Málaga tapaði fyrir Rayo Vallecano fyrr í kvöld.

Fótbolti

Guðjón með sextánda markið á tímabilinu

Guðjón Baldvinsson skoraði mark Halmstad í 1-1 jafntefli á móti Landskrona í lokaumferð sænsku b-deildarinnar í dag. Guðjón skoraði 16 mörk á tímabilinu og varð þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar.

Fótbolti

Manchester City tapaði stigum á Upton Park

Manchester City tókst ekki að komast upp að hlið nágrönnum sínum í Manchester United í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti West Ham á Upton Park í kvöld.

Enski boltinn

Fékk treyjuna hans Van Persie í miðjum leik

Robin van Persie var í sviðsljósinu í dag þegar Manchester United vann 2-1 sigur á hans gömlu félögum í Arsenal í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Van Persie skoraði fyrra mark United í upphafi leiks en það sem gerðist á leið leikmanna liðanna til búningsklefa í hálfleik vakti ekki síður athygli.

Enski boltinn

Mancini lætur Guardiola-sögusagnir ekki trufla sig

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur ekki neinar áhyggjur af því þótt fjölmiðlar séu að orða Pep Guardiola við starfið hans hjá City. Txiki Begiristain vann lengi með Guardiola hjá Barcelona og hefur nú tekið við starfi yfirmanni knattspyrnumála hjá City.

Enski boltinn

Wenger: Við hefðum getað komið til baka með 11 menn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sá sína menn tapa 1-2 á móti Manchester United í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gamli Arsenal-maðurinn Robin Van Persie kom United yfir strax á 3. mínútu og Arsenal endaði leikinn með tíu menn eftir að Jack Wilshere fékk sitt annað gula spjald.

Enski boltinn

Gylfi kom inn á 23. mínútu í tapi Tottenham

Tottenham tapaði 0-1 á heimavelli á móti Wigan í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en þetta var annað deildartap liðsins í röð á White Hart Lane. Tottenham tapaði 2-4 á móti Chelsea í síðasta heimaleik sínum.

Enski boltinn

Chelsea mistókst að ná aftur toppsætinu

Chelsea náði ekki að endurheimta toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið náði bara 1-1 jafntefli á móti Swansea í Wales. Manchester United komst upp í efsta sætið með sigri á Arsenal fyrr í dag.

Enski boltinn

Þóra og Sara misstu af titlinum

Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar þeirra í LDB Malmö urðu að sætta sig við silfurverðlaunin í sænska fótboltanum eftir 0-1 tap á móti Tyresö í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar. Malmö nægði jafntefli til þess að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð.

Fótbolti

Ian Holloway tekur við Crystal Palace

Ian Holloway er hættur með lið Blackpool og hefur þess í stað gert fjögurra og hálfs árs samning við Crystal Palace sem spilar einnig í ensku b-deildinni. Crystal Palace keypti um samning Holloway hjá Blackpool.

Enski boltinn

Van Persie skoraði gegn Arsenal og United fór á toppinn

Robin van Persie skoraði í 2-1 sigri á Manchester United á Arsenal á Old Trafford í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni en United-menn komust í toppsætið með þessum sigri. Chelsea getur reyndar endurheimt efsta sætið með sigri á Swansea á eftir. Arsenal-liðið endaði leikinn manni færri eftir að Jack Wilshere fékk sitt annað gula spjald á 69. mínútu.

Enski boltinn

Neita dómararnir að dæma hjá Chelsea?

Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni íhuga nú að neita að dæma leiki hjá Chelsea til að þess að sýna Mark Clattenburg stuðning en Chelsea kvartaði undan dónaskap Clattenburg í leik Chelsea og Manchester United um síðustu helgi og sakaði hann um kynþáttafordóma gagnvart einum leikmanni liðsins.

Enski boltinn

Frasier væntanlegur á völlinn hjá Ebbsfleet

Það verður væntanlega óvenju góðmennt á leik hjá utandeildarliðinu Ebbsfleet United um helgina. Stórleikarinn Kelsey Grammer, sem er hvað þekktastur fyrir að leika sálfræðinginn Frasier Crane, verður væntanlega á svæðinu.

Enski boltinn

Safnar hári þar til hann skorar

Tom Huddlestone, leikmaður Tottenham, sagði í góðu tómi við vini sína að hann myndi ekki skerða hár sitt fyrr en hann skoraði næst. Sá brandari hefur heldur betur sprungið í andlitið á honum enda hefur leikmaðurinn ekki skorað í 19 mánuði.

Enski boltinn