Fótbolti

Markalaust í fjörugum leik

Southampton og Everton máttu sætta sig við markalaust jafntefli í lokaleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld, þrátt fyrir að hafa bæði fengið nóg af færum til að skora.

Enski boltinn

Vilanova næstu tíu daga á spítala í New York

Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, kvaddi leikmenn sína í gær en hann flaug í framhaldinu til New York borgar þar sem hann mun verða í krabbameinsmeðferð út mánuðinn. Barcelona-liðið sendi hann ekki með sigur í farteskinu því liðið tapaði sínum fyrsta leik um helgina þegar liðið lá á móti Böskunum í Real Sociedad.

Fótbolti

Sir Alex að "stela" undrabarninu af Wenger

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er langt kominn með að ganga frá kaupunum á Wilfried Zaha frá Crystal Palace en Daily Mirror segir frá því í dag að Sir Alex hafi hitt leikmanninn um helgina á hóteli í London.

Enski boltinn

Tvítugur Brassi á leið til Liverpool

Liverpool Echo hefur heimildir fyrir því að Liverpool sé að ganga frá kaupunum á miðjumanninum Philippe Coutinho frá Internazionale þótt að ítalska félagið hafi í fyrstu hafnað fimm milljón punda tilboði Liverpool.

Enski boltinn

Aron Jóhannsson á leiðinni í pólsku deildina?

Pólska blaðið Glos Wielkopolski hefur heimildir fyrir því að pólska félagið Lech Poznan ætli að kaupa íslenska framherjann Aron Jóhannsson frá danska félaginu AGF. Aron hefur spilað vel með danska félaginu og er annar af markahæstu leikmönnum deildarinnar.

Fótbolti

Liverpool missti af Wesley Sneijder

Hollenski miðjumaðurinn Wesley Sneijder samþykkti í gær að semja við tyrkneska félagið Galatasaray en leikmaðurinn hefur verið að leita sér að nýju félagi eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Internazionale á Ítalíu.

Fótbolti

Reina gæti farið til Barcelona næsta sumar

Forráðamenn Barcelona ætla leggja mikla áherslu á að fá Pepe Reina, markvörð Liverpool, til liðsins næsta sumar en fregnir bárust af því í síðustu viku að Victor Valdes, núverandi markvörður liðsins, myndi líklega ekki skrifa undir nýjan samning við Barcelona.

Fótbolti

Tevez neitar að skrifa undir hjá City

Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, gefur það í skyn í breskum fjölmiðlum um helgina að hann ætli ekki að skrifa undir nýjan samning við félagið og halda á ný aftur á heimaslóðir til Argentínu árið 2014.

Enski boltinn

Tevez grét einn heima hjá sér

Argentínumaðurinn Carlos Tevez hefur viðurkennt að hann var nálægt því að leggja skóna á hilluna eftir að hafa lent í heiftarlegum deilum við Roberto Mancini, stjóra Man. City, á síðustu leiktíð.

Enski boltinn