Fótbolti

Giroud: Er búinn að vera betri en Van Persie

Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er franski landsliðsmaðurinn Olivier Giroud kominn í gang hjá Arsenal og farinn að skora reglulega. Giroud er búinn að skora 14 mörk og gefa 10 stoðsendingar í öllum keppnum. Hann er því nokkuð ánægður með sjálfan sig.

Enski boltinn

Bróðir Berlusconi með kynþáttaníð í garð Balotelli

Ballið er byrjað hjá Mario Balotelli í Mílanó. Hann gerði reyndar ekkert af sér að þessu sinni en varaforseti félagsins og bróðir eigandans,Silvio Berlusconi, sá alveg um það. Bróðirinn heitir Paolo Berlusconi og er greinilega ekkert allt of vel við hörundslitað fólk.

Fótbolti

Við erum of grandalausir

Mál tengd veðmálasvindli og hagræðingu úrslita leikja hafa komið upp hér á Íslandi síðustu ár. Framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonarson, hefur miklar áhyggjur af þessari þróun. "Félögin halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi,“ segir Þórir í viðtali við Fréttablaðið.

Íslenski boltinn

Van Persie: Balotelli hefur allt

Hollenski framherjinn Robin van Persie hrósaði Mario Balotelli á blaðamannafundi fyrir vináttulandsleik Hollands og Ítalíu sem fer fram í Amsterdam ArenA á morgun. Mario Balotelli byrjaði frábærlega með AC Milan um helgina eftir að ítalska félagið keypti hann frá Manchester City í síðustu viku.

Fótbolti

Zeman rekinn frá Roma

Hinn reyndi tékkneski þjálfari, Zdenek Zeman, er í leit að nýrri vinnu eftir að hann var rekinn frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Roma um helgina.

Fótbolti

Lagerbäck leitar að réttu stöðunni fyrir Eið Smára

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, ræddi við landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck í tilefni af vináttulandsleiknum á móti Rússum í Marbella á Spáni á morgun en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fótbolti

Balotelli er frábær gaur

Hinn ungi leikmaður AC Milan, M'Baye Niang, er afar ánægður með að hafa fengið Mario Balotelli til félagsins og talar fallega um óstýriláta Ítalann.

Fótbolti

Ronaldo: Real er með betra lið en Man. Utd

Það er farið að styttast í risaslag Man. Utd og Real Madrid í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, verður mikið í sviðsljósinu í kringum leikina enda fyrrum leikmaður United.

Fótbolti

Pistill: Gylfi og Chicharito

"Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði.

Enski boltinn

Fótboltinn er í vanda

Ítarleg rannsókn Europol leiddi í ljós að veðmálasvindl og hagræðing á úrslitum leikja er risavaxið vandamál í fótboltaheiminum. Europol er sannfært um að svindl hafi átt sér stað í 680 leikjum. Þar af er Meistaradeildarleikur á Englandi.

Fótbolti

Lars vill spila við sterk lið

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rússlandi í vináttulandsleik í Marbella á Spáni á morgun en þetta er fyrsti leikur liðsins á árinu 2013. KSÍ birti í gær svör landsliðsþjálfarans Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með rússnesku pressunni.

Íslenski boltinn