Fótbolti

Defoe: Besta Tottenham-lið sem ég hef verið í

Jermain Defoe, framherji Tottenham, er sannfærður um að liðið í dag sé það besta hjá félaginu síðan að hann kom fyrst á White Hart Lane árið 2004. Defoe hefur spilað með Spurs síðan þá fyrir utan eitt tímabil með Portsmouth.

Enski boltinn

Tottenham mætir Inter í Evrópudeildinni

Sextán liða úrslit Evrópudeildar UEFA hefjast í kvöld. Talsvert af sterkum liðum er eftir í keppninni og þar af þrjú ensk lið. Aðeins Liverpool féll úr leik í 32 liða úrslitunum af ensku liðunum.

Fótbolti

Tap gegn Bandaríkjunum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu varð að sætta sig við tap, 3-0, gegn Bandaríkjamönnum í fyrsta leik liðanna á Algarve-mótinu.

Fótbolti

Ronaldo: Ánægður en líka leiður vegna Manchester United

Cristiano Ronaldo tryggði Real Madrid sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær þegar hann skoraði sigurmarkið í seinni leiknum á móti sínum gömlu félögum í Manchester United í fyrsta leik sínum á Old Trafford síðan að hann yfirgaf United sumarið 2009.

Fótbolti

Hægt að kaupa vinstri fót Messi á 662 milljónir

Japanir eru hrifnir af Argentínumanninum Lionel Messi eins og restin af heiminum og nú er hægt að kaupa nákvæma eftirlíkingu af vinstri fæti Messi í Tókíó. Styttan er úr gulli og er metin á um 3,5 milljónir punda eða 662 milljónir íslenskra króna.

Fótbolti

Duglegur að reka leikmenn útaf hjá enskum liðum

Tyrkneski dómarinn Cüneyt Cakir komst heldur betur í sviðsljósið á Old Trafford í gær þegar hann rak Nani, leikmann Manchester United, útaf með beint rautt spjald í stöðunni 1-0 fyrir United. Real Madrid skoraði tvö mörk manni fleiri og komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Ferguson læsti klefanum og hleypti engum í viðtöl

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur líklega sjaldan verið jafnreiður og eftir tapið á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í gær. United-liðið missti þá mann af velli með umdeilt rautt spjald þegar liðið var með góð tök á leiknum og Real nýtti tækifærið og snéri leiknum sér í hag.

Fótbolti

Sá 39 ára með þrennu fyrir Palace

Kevin Phillips skoraði þrennu fyrir Crystal Palace í ensku b-deildinni í fótbolta í gær en kappinn er orðinn 39 ára gamall. Sigurinn var mikilvægur fyrir Palace-liðið í baráttu um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Gaf Benítez fimmu á ganginum

Eddu Garðarsdóttur vantar þrjá leiki til að komast í hundrað leikja klúbbinn með Katrínu Jónsdóttur. Hundraðasti landsleikurinn gæti dottið inn í Algarve-bikarnum en íslensku stelpurnar mæta Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í dag.

Fótbolti

Keane: Rétt hjá dómaranum

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að það hafi verið rétt að reka Nani af velli með rautt spjald í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Brot Nani frá mismunandi sjónarhornum

Hér má líta brotið umdeilda sem varð til þess að Nani, leikmaður Manchester United, fékk að líta beint rautt spjald í leik liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti