Fótbolti

Mjög erfið ákvörðun

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, valdi í gær 23 manna leikmannahóp fyrir EM. Athygli vakti að Sigurður valdi ekki hina reyndu Eddu Garðarsdóttur, sem hefur verið lykilmaður í landsliðinu í fjöldamörg ár.

Fótbolti

Ásmundur ætlar að halda áfram

"Sú umræða er mest hjá ykkur í fjölmiðlunum. Staðan uppi í Árbæ er sú að við ræðum vel saman og spáum í spilin og reynum að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur Arnarsson eftir enn eitt tapið hjá Fylki í kvöld.

Íslenski boltinn

Hjörtur Logi lagði upp mark

Hjörtur Logi Valgarðsson nýtti þær mínútur sem hann fékk vel í 4-2 sigri IFK Gautaborgar á Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. IFK komst á toppinn með sigrinum í kvöld.

Fótbolti

Kínverjar ráku Camacho

Jose Antonio Camacho, fyrrum landsliðsþjálfari Spánverja og Real Madrid, hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari Kínverja. Hann var ekki að ná neinum árangri með liðið.

Fótbolti

Heiður að taka við af Heynckes

Spánverjinn Pep Guardiola var í dag formlega kynntur til leiks sem sem þjálfari Bayern München. Hann tekur við starfinu af Jupp Heynckes sem kvaddi sem þrefaldur meistari.

Fótbolti

Messi endurgreiddi skattinum

Skattamál Argentínumannsins Lionel Messi eru mikið til umfjöllunar þessa dagana enda er búið að stefna Messi vegna skattamála. Það mál verður tekið fyrir þann 17. september.

Fótbolti

Cavani reiður út í forseta Napoli

Úrúgvæinn hjá Napoli, Edinson Cavani, er allt annað en sáttur við þau ummæli forseta félagsins, Aurelio De Laurentiis að hann muni brjóta á honum hausinn ef hann tæki ekki ákvörðun um framtíð sína fyrir 20. júlí er hann kemur úr fríi.

Fótbolti

Edda tók tíðindunum ekki vel

Það vakti eðlilega athygli að landsliðsþjálfari kvenna, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, skildi ekki velja Eddu Garðarsdóttur í EM-hópinn sem var tilkynntur í dag.

Fótbolti

FH á leið til Litháen

Íslandsmeistarar FH munu mæta lítháiska liðinu Ekranas í annarri umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í morgun.

Fótbolti

Reina er ekki á förum

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að koma markvarðarins Simon Mignolet til félagsins þýði ekki að Pepe Reina sé á förum frá Anfield.

Enski boltinn

Ari Freyr gerði tvö fyrir Sundsvall

Ari Freyr Skúlason fór heldur betur á kostum í sænsku B-deildinni í dag en hann gerði bæði mörk Sundsvall í 2-1 sigri á Brage en leikurinn fór fram á heimavelli Brage.

Fótbolti