Enski boltinn

Liverpool hefur fest kaup á Aspas

Stefán Árni Pálsson skrifar
Iago Aspas eftir að hann skrifaði undir hjá Liverpool.
Iago Aspas eftir að hann skrifaði undir hjá Liverpool. Mynd / Nordic Photos
Enska knattspyrnuliðið Liverpool hefur formlega fest kaup á Iago Aspas frá Celta Vigo á Spáni en kaupverðið ku vera um sjö milljónir punda.

Þessi 25 ára framherji skrifaði undir langtíma samning við Liverpool fyrr í dag en leikmaðurinn er virkilega fjölhæfur og getur einnig leikið á kantinum.

Leikmaðurinn gerði tólf mörk á síðasta tímabili með Celta Vigo auk þess sem hann gaf sjö stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×