Enski boltinn

Ég gæti ekki hafnað Tottenham

Paulinho.
Paulinho.
Það er ansi líklegt að brasilíski landsliðsmaðurinn Paulinho fari til Tottenham en hann segir að það væri stórkostlegt tækifæri sem hann gæti ekki hafnað.

Paulinho er staddur með brasilíska landsliðinu á Álfukeppninni. Hann er leikmaður Corinthians og segir að Spurs sé þegar búið að gera tilboð í sig.

Það kostar 17 milljónir punda að losa hann undan samningi og fréttir herma að Spurs sé til í að greiða þá upphæð.

"Ég er til í að spila fótbolta gegn bestu liðum Evrópu og það yrði draumur að fá að spila í Englandi. Það er heiður að vera orðaður við lið eins og Tottenham sem spilar sóknarbolta sem er mér að skapi," sagði Paulinho.

"Ég gæti ekki hafnað Spurs ef ég fengi tilboð þaðan. Það væri frábært tækifæri að spila þar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×