Enski boltinn

Ince líklega á leiðinni til Cardiff

Ince er í enska U-21 árs liðinu.
Ince er í enska U-21 árs liðinu. vísir/getty
Hinn ungi og eftirsótti Tom Ince er á förum til Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City samkvæmt heimildum Sky Sports.

Hinn 21 árs gamli sonur Paul Ince hefur farið á kostum með Blackpool síðan hann kom til félagsins frá Liverpool árið 2011.

Fjöldi félaga í úrvalsdeildinni hefur verið á eftir honum og Liverpool þar á meðal en menn þar á bæ sáu eftir að hafa sleppt Ince.

Cardiff hefur ekki enn keypt leikmann í sumar en félagið vann ensku B-deildina með stæl síðasta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×