Fótbolti

Kallað á dómara úr stúkunni

Það kom upp erfið staða í leik Fylkis og KR í Lautinni í gær þegar Valgeir Valgeirsson dómari meiddist hálftíma fyrir leikslok. Enginn varadómari var á leiknum og því góð ráð dýr.

Íslenski boltinn

Dreymir um Dakar rallýið

Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham segist aðeins ætla að sinna knattspyrnuþjálfun í tíu ár í viðbót. Þá ætli hann að reyna fyrir sér í Dakar rallýinu.

Enski boltinn

Skandall ársins

"Valgeir á að ég held stærsta skandalinn í fyrra þegar við vorum á KR-vellinum og held ég að hann eigi það líka í ár. Þetta var klárt rautt spjald sem Brynjar Björn átti að fá," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis um umdeilt atvik í leiknum gegn KR í kvöld.

Íslenski boltinn

Ítalía náði í bronsið

Ítalía hafði betur gegn Úrúgvæ í baráttunni um bronsverðlaunin í Álfukeppninni í Brasilíu í kvöld. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit.

Fótbolti

Llorente á leið til Juventus

Spænski landsliðsframherjinn Fernando Llorente er á leið til Juvents á frjálsri sölu frá Athletic Bilbao. Hann mun gangast undir læknisskoðun á morgun mánudag og verður kynntur sem leikmaður liðsins sólarhring síðar.

Fótbolti

Matthías tryggði Start jafntefli

Matthías Vilhjálmsson tryggði Start stig á heimavelli gegn Aalesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Matthías skoraði síðasta markið í 2-2 jafntefli.

Fótbolti

Cavani þreyttur á slúðrinu

Edinson Cavani framherji Napoli er orðinn leiður á stanslausu slúðri um sig og hefur viðurkennt að orðrómurinn hafi truflandi áhrif á sig. Cavani hefur leikið frábærlega með Napoli og með landsliði Úrúgvæ síðustu misserin.

Fótbolti