Fótbolti

Villas-Boas hafnaði tilboðum frá PSG og Real Madrid

André Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, segist hafa hafnað tilboðum frá stórliðunum Paris Saint-Germain og Real Madrid af því að hann vildi vera annað tímabil með Tottenham. Tottenham spilar sinn fyrsta leik á nýju tímabili í dag þegar liðið mætir nýliðum Crystal Palace á útivelli.

Enski boltinn

Messi verður með Barcelona í fyrsta leik

Lionel Messi er leikfær og getur því spilað með Barcelona á morgun þegar liðið hefur leiktíðina á heimaleik á móti Levante. Messi tognaði lítillega í vikunni og gat því ekki spilað með argentínska landsliðinu á móti Ítalíu.

Fótbolti

Almarr: Það er ekki eins og þeir séu með einhverja sögu

"Við gáfumst ekki upp þrátt fyrir að lenda 2-0 undir. Að fara 2-0 inn í hálfleik er hrikalega erfitt en við börðumst eins og ljón,“ sagði Almarr Ormarsson sem skoraði tvö mörk fyrir Fram og lagði upp það þriðja þegar Fram varð bikarmeistari í dag. Fram og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum en Fram vann vítakeppnina 3-1.

Íslenski boltinn

Ögmundur: Var búinn að skoða hvar þessir menn skjóta í vítum

"Við spiluðum illa í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt undir 2-0 í hálfleik. Við töluðum saman í hálfleik og peppuðum okkur upp og sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik,“ sagði Ögmundur Kristinsson markvörður Fram og hetja liðsins í vítaspyrnukeppninni þegar Fram varð bikarmeistari í Laugardalnum í kvöld og vann sinn fyrsta titil síðan 1990.

Íslenski boltinn

Aron skoraði í þriðja leiknum í röð

Aron Jóhannsson hélt uppteknum hætti með AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann skoraði fyrsta markið í 2-1 útisigri á RKC Waalwijk. Aron hefur nú skorað í þremur fyrstu deildarleikjum tímabilsins.

Fótbolti

Hólmbert Aron: Hafði aldrei unnið neitt í lífinu

"Tilfinning er ógeðslega góð og ég get eiginlega ekki lýst henni," sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í viðtali við Arnar Björnsson í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport frá bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar. Fram vann bikarinn í vítakeppni og Hólmbert skoraði bæði í leiknum og í vítakeppninni.

Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Einhvern vegin náðum við að klára þetta

"Það er frábært að hafa fengið að taka þátt í þessu. Ég verið lengi í Grindavík og ekki átt mikinn möguleika á því að vinna titla og skyndilega er sá möguleiki kominn," sagði Framarinn Ólafur Örn Bjarnason í viðtali við Arnar Björnsson í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport frá bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar.

Íslenski boltinn

Fimmta vítakeppnin í bikarúrslitaleik

Framarar tryggðu sér bikarmeistaratitil karla í kvöld eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í vítakeppni í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvellinum. Leikurinn sjálfur var frábær og endaði með 3-3 jafntefli.

Íslenski boltinn

Hjálmar og félagar gefa ekkert eftir í titilbaráttunni

Hjálmar Jónsson og félagar í IKF Gautaborg unnu 3-1 sigur á Elfsborg í dag í mikilvægum leik í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Með þessum sigri komst IKF Gautaborg upp að hlið Helsingborg og Malmö á toppnum. Öll lið hafa nú 38 stig en bæði Helsingborg og Malmö eiga leik inni.

Fótbolti

Mandzukić tryggði Bayern þrjú stig

Króatinn Mario Mandzukic tryggði Bayern München 1-0 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og eru Bæjarar því með full hús eftir tvo fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Pep Guardiola.

Fótbolti

Öruggur sigur hjá Avaldsnes

Þrjár íslenskar landsliðskonur voru í byrjunarliði Avaldsnes í dag þegar liðið vann öruggan 3-0 heimasigur á Medkila í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Öll þrjú mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Fótbolti

Brendan Rodgers: Frábær frammistaða

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði fyrir frammistöðuna í 1-0 sigri á Stoke í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni sem fór fram á Anfield í dag en neitaði aftur á móti að ræða mál Luis Suarez.

Enski boltinn

Erfið byrjun hjá Aroni Einari og félögum

West Ham vann sannfærandi 2-0 sigur á Cardiff í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildinni í dag en nýliðarnir átti ekki mikla möguleika á Upton Park í dag. Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn á miðju Cardiff.

Enski boltinn

Tíu menn Arsenal töpuðu á heimavelli á móti Villa

Tíu leikmenn Arsenal urðu að sætta sig við 1-3 tap á heimavelli á móti Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Anthony Taylor, dómari leiksins á Emirates Stadium, dæmdi tvö víti á Arsenal í leiknum og rak Frakkann Laurent Koscielny af velli á 67. mínútu.

Enski boltinn

Gummi Ben gegn gestum

Í allan vetur mun verða tippleikur á Vísi þar sem lýsandinn Guðmundur Benediktsson reynir sig gegn þjóðþekktum Íslendingum.

Enski boltinn

Daniel Sturridge með fyrsta mark tímabilsins

Daniel Sturridge skoraði fyrsta mark ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð þegar hann skoraði með flottu skoti fyrir utan teig. Mark Liverpool var búið að liggja í loftinu en Asmir Begović, markvörður Stoke, var búinn að halda Stoke á floti í upphafi leiks.

Enski boltinn

Luis Suarez meðal áhorfenda á Anfield

Luis Suarez er meðal áhorfanda á leik Liverpool og Stoke á Anfield en þetta er fyrsti leikur ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð. Það bendir allt til þess að Suarez hafi sætt sig við það að Liverpool mun ekki selja hann í þessum félagsskiptaglugga.

Enski boltinn

Alan Shearer spáir Chelsea titlinum

Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta frá upphafi, hefur mikla trú á endurkomu Jose Mourinho í enska boltann en Mourinho er tekinn við liði Chelsea á nýjan leik.

Enski boltinn