Fótbolti

Kári Árna: Var bara eins og handboltaleikur á tímabili

Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, vill ekki meina að íslenska vörnin hafi verið hriplek í 4-4 jafntefli á móti Sviss á föstudagskvöldið. Hann segir samt að liðið þurfi að bæta varnarleikinn fyrir Albaníuleikinn á þriðjudagskvöldið.

Fótbolti

Sjúkraþjálfari Þjóðverja meiddist í miðjum leik

Klaus Eder, sjúkraþjálfari þýska knattspyrnulandsliðsins, varð fyrir tveimur meiðslum þegar hann ætlaði að huga að leikmanni þýska liðsins í 3-0 sigri á Austurríki á föstudagskvöldið en leikurinn var í undankeppni HM í Brasiliu 2014.

Fótbolti

Hermann lofaði Eyjamönnum fimmtán bjórum fyrir sigurinn

David James, markvörður Eyjamanna, skrifaði um það í pistli á The Observer þegar hann spilaði sinn þúsundasta leik á ferlinum en það gerði kappinn með ÍBV á móti Fylki á Fylkisvellinum á dögunum. David James segist einnig vera mikill tölfræðiáhugamaður og er alveg með það á hreinu hvaða met hann á og á ekki.

Íslenski boltinn

Lagerbäck: Færslan á Gylfa inn á miðjuna breytti leiknum

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór yfir 4-4 jafnteflið á móti Sviss í dag með íslenskum blaðamönnum en leikmenn og þjálfarar hittu þá fjölmiðla fyrir æfingu sína á Laugardalsvellinum. Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvellinum á þriðjudagkvöldið.

Fótbolti

Lars Lagerbäck hrósaði Ara fyrir leikinn á móti Sviss

Vörn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var harðlega gagnrýnd fyrir frammistöðu sína í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss á föstudaginn en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck var ekki eins ósáttur með varnarlínuna og margir aðrir. Hann hrósaði sérstaklega vinstri bakverðunum Ara Frey Skúlasyni.

Fótbolti

Heimir: Við viljum fylla Laugardalsvöllinn

Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir lið Albaníu á fundi með íslenskum blaðamönnum í dag en íslenska karlalandsliðið mætir Albönum í undankeppni HM í Brasilíu á þriðjudaginn kemur.

Fótbolti

Með fótboltann í blóðinu

Kvennalið ÍA í knattspyrnu endurnýjar kynnin við efstu deild að ári. Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari liðsins, vill að vel verði haldið utan um unga leikmenn liðsins sem hafa spilað saman frá því í 6. flokki.

Íslenski boltinn

Grænhöfðaeyjar slógu Túnis út úr HM

Grænhöfðaeyjar verða meðal þeirra tíu Afríkuþjóða sem keppa um fimm laus sæti á HM í fótbolta í Brasilíu eftir að landslið Grænhöfðaeyja tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna 2-0 útisigur á Túnis.

Fótbolti

HM-draumur Tonny Mawejje og félaga dó í kvöld

Tonny Mawejje og félagar í landsliði Úganda komast ekki á HM í Brasilíu næsta sumar en það var ljóst eftir að Úgandamenn töpuðu í kvöld í hreinum úrslitaleik við Senegal um sigur í riðlinum og þar sem sæti í útsláttarkeppninni.

Fótbolti

Fylkiskonur unnu 1. deildina

Fylkir tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í dag eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik en bæði liðin voru búin að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

Íslenski boltinn