Fótbolti

Henderson vill senda skýr skilaboð

Það er farið að styttast í toppslag Arsenal og Liverpool en uppgjör liðanna fer fram um næstu helgi. Bæði lið hafa byrjað tímabilið frábærlega og sitja í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Maðurinn í búrinu æfir með Úlfunum

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er mættur til Noregs. Hann æfir þessa viku með liði Sandnes Ulf en með liðinu spila meðal annars Steinþór Freyr Þorsteinsson og Steven Lennon, fyrrum framherji Fram.

Fótbolti

Klopp búinn að framlengja við Dortmund

Þó svo Dortmund gangi illa að halda stjörnum sínum þá verður þjálfarinn magnaði, Jürgen Klopp, á sínum stað. Hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við þýska félagið.

Fótbolti

Beckham valdi Miami-borg

David Beckham ætlar að setja á stofn nýtt lið í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Reuters hefur heimildir fyrir því að nýja lið Beckham muni verða gert út frá Miami-borg.

Fótbolti

Ákváðu fyrirkomulag sölu seint um kvöld

Framkvæmd miðasölu á landsleik Íslands og Króatíu vakti reiði margra í gær. Ákvörðunin um að setja miðana í sölu klukkan fjögur um nóttina var tekin kvöldið áður. Fólk virðist ekki hafa hamstrað miðana, segir framkvæmdastjóri KSÍ.

Fótbolti

Stelpurnar æfðu tvisvar í 25 stiga hita í dag

Íslenska kvennalandsliðið er í Serbíu að undirbúa sig fyrir leik á móti heimastúlkum í undankeppni HM en íslenska liðið verður helst að vinna þennan leik til að eiga alvöru möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Fótbolti

Kolbeinn innsiglaði bikarsigur Ajax

Kolbeinn Sigþórsson skoraði fjórða og síðasta mark Ajax í kvöld þegar liðið sló d-deildarliðið ASWH úr úr 32 liða úrslitum hollenska bikarsins. Ajax vann leikinn 4-1.

Fótbolti