Fótbolti

Stuart Pearce brjálaður

Enska U-21 árs landsliðið var hörmulegt á EM í sumar og þjálfarinn, Stuart Pearce, var í kjölfarið rekinn enda tapaði liðið öllum sínum leikjum. Pearce hefur þó ekki sagt sitt síðasta orð.

Enski boltinn

Ísland er núna þriðja liðið inn í umspilið

Íslenska landsliðið hefur verið að gera það virkilega gott í undankeppni HM í síðustu tveimur leikjum liðsins en liðið gerði 4-4 jafntefli við Sviss á föstudagskvöldið og unnu síðan frábæran sigur á Albönum 2-1 á Laugardalsvelli í gærkvöld.

Fótbolti

Erum í góðum málum

„Það var æðisleg og frábær tilfinning. Það var snilld að ná þremur stigum,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði sigurmark Íslands á Albaníu í gær með hælnum.

Fótbolti

Nú er þetta í okkar höndum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í dauðafæri að tryggja sér sæti í umspili um sæti á HM í Brasilíu eftir 2-1 sigur á Albönum. Gylfi Þór Sigurðsson bauð upp á sýningu fyrir 9.768 gesti Laugardalsvallar.

Fótbolti

Birkir Már: Búinn að dreyma um HM lengi

"Þetta var mjög sterkur sigur. Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik settu þeir aðeins á okkur um miðbikið en annars heilt yfir var þetta frábær barátta og frábært spil á stórum köflum,“ sagði Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður Íslands sem lagði upp bæði mörk liðsins í kvöld með fyrirgjöfum frá hægri.

Fótbolti

Lagerbäck: Verðum meðal þeirra bestu í Evrópu

„Sendingarnar í fyrri hálfleik voru stórkostlegar. Ég hef ekki séð þá spila svona vel ef frá er talinn seinni hálfleikurinn í Sviss,“ sagði Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðsins á blaðamannafundi eftir leikinn.

Fótbolti

Ragnar: Við tökum annað sætið.

"Þetta var frábær sigur. Ég man ekki eftir að þeir hafi fengið færi,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður Íslands sem var virkilega ánægður með varnarleik Íslands í kvöld gegn Albaníu.

Fótbolti