Fótbolti

Bayern München fór illa með Manchester City

Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg.

Fótbolti

Íslendingar á Bernabéu í kvöld

Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en þar ber helst að nefna stórleik Manchester City og Evrópumeistara Bayern München í Manchester.

Fótbolti

Áhorfendum fjölgaði lítillega

1.057 áhorfendur að meðaltali mættu á leikina 132 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar. Um er að ræða örlitla fjölgun frá því í fyrra þegar meðalaðsóknin var 1.034 áhorfendur.

Íslenski boltinn

Juan Mata: Chelsea þurfti á þessu að halda

Juan Mata er kominn í náðina hjá Jose Mourinho og var í byrjunarliði liðsins í 4-0 útisigri á Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta var nauðsynlegur sigur hjá Chelsea eftir tap á móti Basel í fyrsta leik.

Fótbolti

Máni mun ekki mæta á leiki Keflavíkur og Stjörnunnar

Þorkell Máni Pétursson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Keflavíkur en þetta staðfesti hann í dag í samtali við fótbolta.net. Hann hefur ekki tíma í fótboltann vegna anna. Máni er harður stuðningsmaður Stjörnunnar en hefur miklar taugar til Keflvíkinga eftir sumarið.

Íslenski boltinn

Balotelli tryggði AC Milan jafntefli í uppbótartíma

Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn í kvöld þegar Ajax var hársbreidd frá því að vinna ítalska stórliðið AC Milan í leik liðanna í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. Mario Balotelli tryggði AC Milan 1-1 jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Fótbolti