Fótbolti

Mark Hughes er fimmtugur í dag

Mark Hughes heldur upp á fimmtugs afmæli sitt í dag en þessi fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnustjóri Stoke City, fæddist í Wales 1. nóvember 1963.

Enski boltinn

Martin O'Neill að taka við írska landsliðinu

Breskir miðlar greina frá því að Martin O'Neill muni taka við írska landsliðinu í fótbolta í síðasta lagi í næstu viku. Írar eru að leita að landsliðsþjálfara eftir að Ítalinn Giovanni Trapattoni hætti með liðið í haust.

Fótbolti

Bjarni Hólm og Viktor Bjarki verða áfram með Fram

Varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson og miðjumaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson verða áfram með Fram í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar en Framara sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að þessir reynslumiklu menn hafi framlengt samninga sína.

Íslenski boltinn

Við hlökkum til næsta árs

Íslenska kvennalandsliðið vann 2-1 útisigur á Serbíu í gær í lokaleiknum á eftirminnilegu ári. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Freys Alexanderssonar og fyrsti leikur Margrétar Láru Viðarsdóttur sem fyrirliða.

Fótbolti

Sara Björk: Duttum í smá stress í seinni hálfleik

Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn 66. landsleik í dag þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 en hún er aðeins 23 ára gömul. Sara Björk var, eins og aðrar stelpur í íslenska liðinu, ánægð með að ná í þrjú stig út úr þessum leik í Belgrad.

Fótbolti

Beckham: Get ekki gagnrýnt Ferguson

David Beckham, neitar að gagnrýna Sir Alex Ferguson eftir að ævisaga hans kom út á dögunum. Sir Alex og Beckham unnu náið saman hjá Manchester United þegar leikmaðurinn lék undir hans stjórn.

Enski boltinn

Maradona: Aguero er aumingi

Argentínumaðurinn Diego Maradona lætur fyrrum tengdason sinn Sergio Aguero heyra það í fjölmiðlum og kallar hann aumingja en Aguero var giftur Giannina, dóttur Maradona í fjögur ár.

Fótbolti