Enski boltinn

Gardner lánaður til Hull

Varnarmaðurinn Anthony Gardner hjá Tottenham var í dag lánaður til nýliða Hull í ensku úrvalsdeildinni. Gardner spilaði aðeins sex leiki með úrvalsdeildarfélaginu á síðustu leiktíð og segist fagna tækifæri til að fá að spila.

Enski boltinn

Tottenham enn á eftir Bentley

Stjórnarformaður Blackburn staðfesti við Sky í hádeginu að félagið væri komið aftur í samningaviðræður við Tottenham vegna vængmannsins David Bentley.

Enski boltinn

Ferill Robbie Keane

Írski framherjinn Robbie Keane hefur komið víða við á ferli sínum sem knattspyrnumaður, en hann sló ungur í gegn með liði Wolves og varð fljótt mjög eftirsóttur leikmaður.

Enski boltinn

Vidic: Erum í frábæru standi

Manchester United vann Portsmouth 2-1 í æfingaleik í Nígeríu í gær. Chris Eagles og Carlos Tevez skoruðu mörk United en Jermain Defoe fyrir Portsmouth. Hermann Hreiðarsson lék fyrri hálfleikinn.

Enski boltinn

Diouf búinn að skrifa undir

Sunderland hefur formlega gengið frá kaupunum á El-Hadji Diouf frá Bolton. Kaupverðið er 2,5 milljónir punda og skrifaði leikmaðurinn undir samning til fjögurra ára.

Enski boltinn

Bolton kaupir hollenskan miðjumann

Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton gekk í dag frá kaupum á hollenska miðjumanninum Mustapha Riga frá Levante á Spáni. Mustapha er fæddur í Gana og hefur samþykkt þriggja ára samningstilboð félagsins, en hann á reyndar eftir að fá alþjóðlega leikheimild.

Enski boltinn

Keane færist nær Liverpool

Írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane hjá Tottenham er við það að ganga í raðir Liverpool ef marka má enska fjölmiðla í dag. Sagt er að þeir rauðu séu tilbúnir að greiða allt að 20 milljónir punda fyrir framherjann sem hefur farið fram á sölu frá Lundúnafélaginu.

Enski boltinn

Diouf í læknisskoðun hjá Sunderland

Sky fréttastofan greinir frá því að Senegalinn El-Hadji Diouf sé nú í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Sunderland. Diouf hefur verið hjá Bolton síðan árið 2005, en hefur verið orðaður við félagaskipti í allt sumar. Talið er að hann sé falur fyrir um 2,5 milljónir punda.

Enski boltinn

Muntari til Inter

Miðjumaðurinn Sulley Muntari hjá Portsmouth gekk í dag í raðir Inter Milan á Ítalíu og hefur undirritað fjögurra ára samning við ítölsku meistarana. Talið er að félagaskipti þessi bindi enda á áhuga Inter á Frank Lampard hjá Chelsea.

Enski boltinn

10 bestu refirnir í ensku úrvalsdeildinni

Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu "gömlu refina" sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni í tilefni af því að hinn síungi Dean Windass tryggði Hull City sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor.

Enski boltinn

Ekkert múður hjá Scolari

John Terry, fyrirliði Chelsea, segir engan vafa leika á því að Luiz Felipe Scolari sé maðurinn til að stýra liðinu og segist ekki vilja lenda í skammarkróknum hjá Brasilíumanninum.

Enski boltinn

Barton laus úr grjótinu

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle losnaði úr fangelsi í dag eftir að hafa dúsað þar í 74 daga af sex mánaða dómi sínum sem hann fékk fyrir að ráðast á ungling í miðborg Liverpool í desember í fyrra.

Enski boltinn

Andy Johnson í læknisskoðun hjá Fulham

Framherjinn Andy Johnson er nú í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham samkvæmt Sky Sports. Everton hefur fram til þessa ekki kært sig um að selja leikmanninn en talið er að Lundúnafélagið sé tilbúið að borga á bilinu 10-12 milljónir punda fyrir hann.

Enski boltinn

Scolari vill vinna alla bikara

Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, segir liðið ætla að stefna á að vinna allar fjórar keppnirnar sem það tekur þátt í á næstu leiktíð því það hafi fulla burði til þess.

Enski boltinn

Diouf á leið til Sunderland

El-Hadji Diouf er á leið frá Bolton til Sunderland fyrir 2,5 milljónir punda. Þessi 27 ára senegalski landsliðsmaður vildi fara frá Bolton þar sem hann hefur verið síðustu fjögur tímabil.

Enski boltinn

Barton fær annað tækifæri

Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að miðjumaðurinn Joey Barton eigi enn framtíð hjá félaginu. Barton mun losna úr fangelsi í næstu viku eftir hálfs árs vist fyrir líkamsárás.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo er enginn fyllibytta

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir það vera tóma þvælu að gulldrengur félagsins, Cristiano Ronaldo, hafi verið á stanslausu djammi í endurhæfingunni. Ronaldo fór í uppskurð ekki alls fyrir löngu en myndir af honum á hækjum á hinum ýmsu skemmtistöðum hafa birst í blöðunum undanfarið.

Enski boltinn

Bouma meiddist illa

Hollenski varnarmaðurinn Wilfred Bouma hjá Aston Villa verður líklega lengi frá vegna meiðsla sem hann hlaut í dag. Hann hlaut alvarleg meiðsli á hné í leik Villa gegn Odense í Intertoto-keppninni.

Enski boltinn

Olofinjana til Stoke

Stoke City hefur staðfest að félagið sé búið að ganga frá kaupum á nígeríska landsliðsmanninum Seyi Olofinjana frá Wolves. Kaupverðið er í kringum þrjár milljónir punda.

Enski boltinn

United vann Vodacom bikarinn

Manchester United vann 4-0 sigur á Kaizer Chiefs í úrslitaleik Vodacom æfingamótsins í dag. Leikurinn fór fram í Jóhannesarborg og var sigur United öruggur eins og tölurnar gefa til kynna.

Enski boltinn

Bosingwa tæpur fyrir fyrsta leik

Jose Bosingwa, hægri bakvörður Chelsea, gæti misst af byrjun tímabilsins á Englandi. Þessi portúgalski landsliðsmaður meiddist í æfingaleik með Chelsea í Asíu fyrr í vikunni.

Enski boltinn

United að greiða metfé fyrir Tevez?

The Sun heldur því fram að Manchester United hafi samþykkt að greiða 32 milljónir punda fyrir argentínska sóknarmanninn Carlos Tevez. Leikmaðurinn hefur verið á lánssamningi síðan í ágúst í fyrra.

Enski boltinn

Paul Robinson semur við Blackburn

Enski landsliðsmarkvörðurinn Paul Robinson gekk í kvöld formlega í raðir Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni fyrir 3,5 milljónir punda. Hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið.

Enski boltinn