Enski boltinn

Hull losar sig við Windass

Dean Windass, sóknarmaður Hull, hefur fengið þau skilaboð að honum sé frjálst að yfirgefa félagið. Hann er ekki í plönum knattspyrnustjórans Phil Brown.

Enski boltinn

Villa að fá ungan Hollending

Aston Villa er búið að ganga frá kaupum á Arsenio Halfhuid, sautján ára hollenskum leikmanni. Halfhuid er varnarmaður hjá Excelsior en kom upp úr unglingastarfi Feyenoord.

Enski boltinn

Birmingham að styrkja sig

Birmingham ætlar sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum nú í janúar. Liðið er í þriðja sæti ensku 1. deildarinnar með jafnmörg stig og Reading sem er í öðru sæti. Tvö efstu liðin munu komast beint upp í úrvalsdeildina.

Enski boltinn

Bolton í viðræðum við Denilson

Samkvæmt heimildum Sky þá er Bolton í viðræðum við brasilíska leikmanninn Denilson. Þessi 31. árs leikmaður var leystur undan samningi við Palmeiras um áramótin og vill komast aftur í evrópska fótboltann.

Enski boltinn

Arsenal í viðræðum um kaup á Arshavin

Zenit frá Pétursborg hefur opinberað að félagið eigi í viðræðum við Arsenal um kaup enska liðsins á Andrei Arshavin. Stjórnarmaður hjá Zenit sagði við Sky að hann vonaðist til að samningar næðust á næstu tveimur vikum.

Enski boltinn

Nigel Clough tekur við Derby

Nigel Clough hefur yfirgefið Burton til að gerast knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Derby. Þessi fyrrum leikmaður Nottingam Forest er 42 ára og hefur haldið um stjórnartaumana hjá Burton í tíu ár.

Enski boltinn

Leiknum hjá Crewe frestað

Frumraun Guðjóns Þórðarsonar með Crewe Alexandra í ensku C-deildinni hefur verið frestað. Liðið átti að mæta Bristol Rovers í kvöld en völlurinn er frosinn og því óleikhæfur.

Enski boltinn

Diop frá í þrjá mánuði

Miðjumaðurinn Papa Bouba Diop hjá Portsmouth leikur ekki næstu þrjá mánuði vegna meiðsla í hné. Þessi kraftmikli senegalski landsliðsmaður meiddist gegn Arsenal í jólatörninni.

Enski boltinn

Tíu bestu Bosman-bitarnir

Janúarglugginn er galopinn. Blaðamenn The Sun tóku saman lista yfir tíu þekkta leikmenn sem verða samningslausir næsta sumar og sumir þeirra gætu því verið á förum nú í janúar.

Enski boltinn

Johnson með samning í höndunum

Tony Adams, knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur boðið þremur leikmönnum félagsins nýjan samning. Þar á meðal er enski landsliðsbakvörðurinn Glen Johnson en viðræður við hann eru í gangi.

Enski boltinn

Scott Parker ekki á förum

West Ham United hefur gefið það út að félagið ætli ekki að selja Scott Parker. Parker er einn af mörgum leikmönnum félagsins sem hafa verið orðaðir við önnur lið að undanförnu.

Enski boltinn

Diatta til reynslu hjá Stoke

Lamine Diatta, fyrrum varnarmaður Newcastle, æfir með Stoke City. Þessi landsliðsmaður frá Senegal hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Newcastle í maí.

Enski boltinn

Appiah æfir með Tottenham

Stephen Appiah æfir nú með Tottenham og vonast til að heilla Harry Redknapp og fá samning hjá félaginu. Þessi hæfileikaríki leikmaður frá Gana hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Fenerbahce í ágúst.

Enski boltinn

Boro neitar að selja Downing

Middlesbrough hefur hafnað beiðni Stewart Downing um að vera settur á sölulista. Þá hefur félagið einnig neitað kauptilboði frá Tottenham í leikmanninn.

Enski boltinn

Bridge: Þetta tekur tíma

Wayne Bridge hefur sagt stuðningsmönnum Manchester City að sýna þolinmæði, það gæti tekið tíma að gera félagið sigursælt. Bridge var keyptur til City frá Chelsea á föstudag.

Enski boltinn

Silvestre frá í þrjár vikur

Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Arsenal verður frá keppni næstu þrjár vikurnar eftir að hann meiddist á læri í bikarleiknum gegn Plymouth á laugardaginn.

Enski boltinn

Hughes nýtur enn trausts

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hefur fengið aðra stuðningsyfirlýsingu frá forráðamönnum Manchester City eftir að liðið hrundi úr leik í bikarnum 3-0 fyrir Nottingham Forest.

Enski boltinn

Owen orðaður við Juventus

Framherjinn Michael Owen hjá Newcastle var um helgina orðaður við ítalska félagið Juventus, fjórum árum eftir að Tórínóliðið reyndi að kaupa hann frá Liverpool.

Enski boltinn