Enski boltinn

Manchester United landar Kagawa

Fátt getur komið í veg fyrir að Shinji Kagawa gangi til liðs við Manchester United frá Borussia Dortmund. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverðið auk þess sem kaup og kjör Kagawa hjá enska félaginu eru frágengin.

Enski boltinn

Eden Hazard: Hvers vegna ekki Chelsea?

Knattspyrnumaðurinn Eden Hazard, nýjasti liðsmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að eftir sigur Chelsea í Meistaradeild Evrópu hafi hann hugsað með sér: "Hvers vegna ekki Chelsea?“

Enski boltinn

Laudrup orðaður við Swansea

Swansea er enn í stjóraleit en eins og kunnugt er hætti Brendan Rodgers hjá félaginu til þess að taka við Liverpool. Nú er Daninn Michael Laudrup orðaður við félagið.

Enski boltinn

Barton fékk einn á lúðurinn

Ráðist var á knattspyrnumanninn Joey Barton fyrir utan skemmtistað í Liverpool snemma í morgun. Lögreglan hefur tvo menn á þrítugsaldri í haldi vegna árásarinnar.

Enski boltinn

Liverpool gæti boðið í Gylfa

Brendan Rodgers, nýráðinn stjóri Liverpool og fyrrum stjóri Swansea, hefur gefið í skyn að Liverpool gæti hugsanlega gert tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson fari svo að Gylfi semji ekki við Swansea.

Enski boltinn

Rodgers hrifinn af Cole og Aquilani

Svo gæti farið að lánsmennirnir Joe Cole og Alberto Aquilani eigi sér framtíð hjá Liverpool eftir stjóraskiptin. Brendan Rodgers, nýráðinn stjóri Liverpool, er afar hrifinn af þeim báðum.

Enski boltinn

Welbeck afgreiddi Belga

Enska landsliðið byrjar vel undir stjórn Roy Hodgson. Liðið vann í kvöld sinn annan leik í röð undir hans stjórn er Belgar komu í heimsókn á Wembley.

Enski boltinn

Vertonghen að semja við Spurs

Eins og við var búist er belgíski varnarmaðurinn hjá Ajax, Jan Vertonghen, á leið til Tottenham en leikmaðurinn staðfestir að hann geti orðið leikmaður félagsins á næstu dögum.

Enski boltinn

Nani gæti farið frá Man. Utd

Framtíð Portúgalans Nani hjá Man. Utd er í óvissu og svo gæti farið að hann færi frá félaginu. Hann er í samningaviðræðum við Man. Utd en heldur sínum möguleikum opnum.

Enski boltinn

Rodgers mættur á Anfield - myndir

Brendan Rodgers var í morgun ráðinn stjóri Liverpool. Það er mikil pressa á þessum 39 ára gamla stjóra enda er hermt að Liverpool hafi greitt Swansea 7 milljónir punda fyrir hann.

Enski boltinn

Porto samþykkir 38 milljóna punda tilboð Chelsea í Hulk

Allt bendir til þess að Brasilíumaðurinn Hulk gangi til liðs við Chelsea. Porto hefur samþykkt 38 milljóna punda, tæplega átta milljarðar íslenskra króna, tilboð Lundúnarliðsins í sóknarmanninn. Hulk gengur nú til samningaborðsins og ræðir við forráðamenn Chelsea um kaup og kjör.

Enski boltinn

Suarez forvitnast um Juventus

Luis Suarez, framherji Liverpool, virðist ekki alveg vera búinn að útiloka þann möguleika að hann fari frá Liverpool. Hann hefur verið í sambandi við landa sinn sem leikur með Juventus.

Enski boltinn

Villa of lítið félag fyrir Martinez

Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan, er hæstánægður með að stjórinn, Roberto Martinez, skuli ekki hafa farið til Liverpool eða Aston Villa. Hann verður að öllum líkindum áfram með Wigan.

Enski boltinn

Ferill Brendan Rodgers í máli og myndum

BBC hefur tekið saman tæplega tveggja mínútna myndband um ferillinn hjá Brendan Rodgers sem í dag skrifaði undir þriggja ára samning um að gerast næsti stjóri Liverpool. Rodgers tekur við af Kenny Dalglish sem var rekinn frá félaginu á dögunum.

Enski boltinn

Kagawa færist nær Man. Utd

Samningaviðræður Man. Utd og Dortmund um kaup á japanska miðjumanninum Shinji Kagawa ganga vel og flest bendir til þess að hann verði orðinn leikmaður Man. Utd fljótlega.

Enski boltinn