Sport

Atletico Madrid segir Heitinga ekki vera á förum

Forráðamenn spænska félagsins Atletico Madrid hafa tekið fyrir það að varnarmaðurinn Johnny Heitinga sé á förum frá félaginu en spænskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Everton væri búið að leggja fram kauptilboð í landsliðsmanninn hollenska.

Fótbolti

Flóðlýst Formúlu 1 mót í Abu Dhabi

Lokamótið í Formúlu 1 verður haldiið við all sérstæðar aðsæður. Það mun hefjast í dagsbirta, en lýkur eftir sólsetur og í flóðljóstum. Mótshaldarar telja að þetta muni skapa sérstaka stemmningu á mótssvæðinu og í hugum áhorfenda.

Formúla 1

Zola vill fá annan framherja til West Ham

Knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola hjá West Ham er afar ánægður með að félagið hafi náð að kaupa framherjann Alessandro Diamanti frá Livorno en ítrekar jafnframt að hann vilji kaupa einn annan framherja til viðbótar áður en félagsskiptaglugganum lokar 1. september.

Enski boltinn

Svíar öruggir í fjórðungsúrslitin

Svíþjóð vann í dag 2-0 sigur á Ítalíu í C-riðli Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Finnlandi. Um leið tryggði liðið sér sigur í fjórðungsúrslitum mótsins.

Fótbolti

Chelsea með risakauptilboð í Ribery?

Sögusagnir herma að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea sé búið að leggja fram 65 milljón evra kauptilboð í vængmanninn eftirsótta Franck Ribery hjá Bayern München en leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við stærstu félög Evrópu í allt sumar.

Enski boltinn

Diamanti genginn í raðir West Ham

Leit knattspyrnustjórans Gianfranco Zola hjá West Ham eftir nýjum framherja hefur loksins borið árangur en Lundúnafélagið hefur staðfest félagsskipti Ítalans Alessandro Diamanti frá Livorno.

Enski boltinn

Button: Meiri samkeppni framundan

Jenson Button hefur ekki unnið fjögur síðustu Formúlu 1 mót eftir ævintýralega byrjun á árinu og liðsfélagi hans Rubens Barrichello vann síðustu keppni og Button varð sjöundi. Button segir daginn í dag mikilvægan fyrir lið sitt.

Formúla 1