Sport

Nene leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni

Brasilíumaðurinn Nene sem skoraði seinna mark Monakó um helgina í 2-0 sigrinum á Paris St. Germain hefur ekki alltaf baðað sig í sviðsljósinu. Þessi örvfætti leikmaður lék með Palmeiras og Santos í Brasilíu áður en hann freistaði gæfunnar á Spáni.

Fótbolti

Mengurský gæti stöðvað Singapúr kappaksturinn

Stjórnendur mótshaldsins í Singapúr um aðra helgi hafa litlar áhyggjur af Renault svikamálinu frá í fyrra sem er mikið í umræðinni, en hafa meiri áhyggjur af mengunarskýi vegna skógarelda í nágrannahéruðum sem liggur yfir borginni og gæti stöðvað framgang mótsins.

Formúla 1

Ferguson: City-menn eru að springa úr monti

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United telur að samkeppnin og hatrið á milli United og City sé búið að hækka um nokkur stig eftir öll kaup City í sumar og auglýsingaherferð félagsins þar sem andlit Carlos Tevezar, fyrrum leikmanns United, var notað á skiltum víðs vegar um Manchester-borg.

Enski boltinn

Tölfræðin úr leiknum í kvöld - Hólmfríður átti 12 af 42 skotum

Hólmfríður Magnúsdóttir skaut oftast á marki Eistlendinga í 12-0 sigri íslenska kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í kvöld en Dóra María Lárusdóttir skapaði aftur á móti flest skotfæri fyrir félaga sína eða alls 6. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum og Edda Garðarsdóttir átti fjórar stoðsendingar.

Fótbolti

Margrét Lára: Vonandi búnar að setja smá pressu á þær frönsku

„Það er langt síðan að maður hefur spilað leik þar sem að maður hefur verið í sókn í 90 mínútur," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir 12-0 sigur á Eistlandi í kvöld. Margrét Lára skoraði þrennu í fyrri hálfleik en annað mark hennar í leiknum var það fimmtugasta sem hún skorar fyrir kvennalandsliðið.

Fótbolti

Katrín: Þrennan kemur bara einhvern tímann seinna

„Mótspyrnan var ekki mikil í dag en ég vissi ekkert um þetta lið og ég hélt að þær væru aðeins betri en þetta," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins eftir 12-0 sigur á Eistlendingum í Laugardalnum í kvöld.

Fótbolti

Stórsigur Everton

Everton vann í kvöld 4-0 sigur á AEK frá Aþenu í Evrópudeildinni í knattspyrnu á heimavelli í kvöld.

Fótbolti

Toni ætlar að sanna sig með varaliði Bayern München

Ítalski landsliðsframherjinn Luca Toni hefur til þessa ekki fengið tækifæri með Bayern München eftir að knattspyrnustjórinn Louis van Gaal tók við sem knattspyrnustjóri félagsins í sumar en Toni var þá að stíga upp úr erfiðum meiðslum.

Fótbolti

Hart: Stjórn Portsmouth styður við bakið á mér

Knattspyrnustjórinn Paul Hart hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth hefur ekki átt sjö dagana sæla í starfi sínu undanfarið og er efstur á lista hjá flestum veðbönkum fyrir að verða fyrsti stjórinn sem verði látinn taka pokann sinn á yfirstandandi tímabili.

Enski boltinn

Fyrstu Evrópuleikirnir með marklínu-dómarara í kvöld

Það verður fimm manna dómarasveit sem mætir til leiks þegar Evrópudeildin fer af stað í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem sérstakir marklínu-dómarar verða á alvöru leikjum á vegum FIFA en gerðar hafa verið tilraunir með fimm dómara á mótum yngri landsliða.

Fótbolti

Eiður Smári ekki farinn að tala frönsku - myndband

Eiður Smári Guðjohnsen er mikill tungumálamaður eins og þekkt er en hann þarf þó einhvern tíma til að fara að tala frönsku í viðtölum við fjölmiðla. Á heimasíðu AS Monaco má finna myndband með viðbrögðum leikmanna liðsins eftir 2-0 sigur á Paris Saint-Germain í fyrsta leik Eiðs Smára um síðustu helgi.

Fótbolti

Everton verður án Neville fram að jólum

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur staðfest að fyrirliðinn Phil Neville þurfi ekki að gangast undir hnéaðgerð eins og gert var ráð fyrir í fyrstu eftir tæklingu Dickson Etuhu í leik gegn Fulham á dögunum.

Enski boltinn