Sport

Ronaldo þarf ekki nýja skó

Nú er vika þar til Cristiano Ronaldo frumsýnir nýja skó frá Nike í Madrídarslag milli Atletico og Real. Miðað við frammistöðu hans að undanförnu virðist hinsvegar engin þörf á nýjum skóm.

Fótbolti

Hörður Sveinsson kominn í Val

Kristján Guðmundsson hefur krækt í sinn fjórða leikmann síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Val. Sóknarmaðurinn Hörður Sveinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Hlíðarendaliðið.

Íslenski boltinn

Edda og Ólína bikarmeistarar með Örebro

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir urðu bikarmeistarar saman í fjórða sinn á fimm árum þegar lið þeirra Örebro vann 4-1 sigur á Djurgården í bikarúrslitaleiknum í Svíþjóð í dag.

Fótbolti

Kevin Nolan með þrennu í stórsigri á nágrönnunum

Newcastle vann sannfærandi 5-1 sigur á nágrönnum sínum í Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið var á St. James Park. Kevin Nolan skoraði þrennu fyrir Newcastle í leiknum og Shola Ameobi var með 2 mörk. Þetta var annar sigur Newcastle-liðsins í röð í deildinni og kemur liðinu upp í sjöunda sætið.

Enski boltinn

Gunnar Heiðar skoraði og lagði upp mark í sigri

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var maðurinn á bak við 2-1 sigur Fredrikstad á Tromsdalen í norsku b-deildinni í dag en eftir þennan sigur á Fredrikstad enn möguleika á að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni í lokaumferðinni.

Fótbolti

Þjóðverjar unnu Lettana með 18 marka mun

Þýskaland vann 36-18 stórsigur á Lettlandi í Lettlandi í leik liðanna í undankeppni EM í handbolta en liðin eru með Íslandi í riðli. Íslenska landsliðið náði aðeins að vinna tveggja marka sigur á Lettum í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn.

Handbolti

Ferguson ætlar ekki að kaupa leikmenn í janúar

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar ekki að reyna að styrkja leikmannahópinn sinn þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Manchester United er fimm stigum á eftir toppliði Chelsea eftir 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Enski boltinn

NBA: Rose með 39 stig í sigri Chicago og New Orleans byrjar vel

Þrjú lið í NBA-deildinni í körfubolta hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en það eru lið New Orleans Hornets, Atlanta Hawks og Portland Trail Blazers sem unnu öll góða sigra í nótt. Derrick Rose var þó maður næturinnar en hann leiddi endurkomu Chicago Bulls í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu.

Körfubolti

Mancini: City-liðið hefur aldrei spilað verr

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, gagnrýndi spilamennsku sinna manna í 1-2 tapi á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær en Úlfarnir höfðu ekki unnið leik síðan 14. ágúst. Emmanuel Adebayor kom City yfir í 1-0 en þeir Nenad Milijas og David Edwards tryggðu Wolves langþráðan sigur.

Enski boltinn