Sport

Torres verður ekki með Liverpool á móti Steaua Búkarest

Fernando Torres verður hvíldur þegar Liverpool mætir Steaua Búkarest í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, sagði að spænski framherjinn myndi ekki ferðast með liðinu því hann ætlaði að spara hann fyrir leikinn á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Enski boltinn

Haukarnir hefndu með stórsigri í Krikanum - myndir

Íslands- og bikarmeistarar Hauka sýndu styrk sinn í níu marka stórsigri á FH, 25-16, í Kaplakrika í Hafnarfjarðarslagnum í N1 deild karla í kvöld. Haukar hefndu þar með fyrir níu marka tap fyrir FH á Ásvöllum í október síðastliðunum með því að vinna FH-ingar með sama mun á þeirra heimavelli.

Handbolti

West Ham sló Manchester United út úr enska deildbikarnum

Botnlið West Ham í ensku úrvalsdeildinni tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins eftir 4-0 stórsigur á toppliði Manchester United á Upton Park í kvöld. Jonathan Spector skoraði tvö fyrstu mörkin á móti sínum gömlu félögum og Carlton Cole innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Arsenal komst líka í undanúrslitin eftir 2-0 sigur á Wigan á heimavelli.

Enski boltinn

Heimir Guðjóns fer hamförum á grillinu

Þegar þessi orð eru skrifuð er hálftími í slag erkifjendanna FH og Hauka í N1-deildinni í handbolta. FH-ingar voru í gær verðlaunaðir fyrir góða umgjörð á leikjum sínum en í leiknum í kvöld er öllu til tjaldað.

Handbolti

Mourinho fékk eins leiks bann og sex milljónir í sekt

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var í kvöld dæmdur í eins leiks bann hjá UEFA fyrir að skipa leikmönnum sínum að fá viljandi rautt spjald í 4-0 sigri Real Madrid á Ajax í Meistaradeildinni á dögunum. Þeir Xabi Alonso og Sergio Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að tefja leikinn og það var augljóst að eitthvað skrítið var í gangi.

Fótbolti

Everton á eftir Wright-Phillips

Það er fastlega búist við því að Shaun Wright-Phillips muni yfirgefa herbúðir Man. City í janúar og eitt af þeim liðum sem hefur áhuga á leikmanninnum er Everton.

Enski boltinn

Kovalainen og kærasta þurfa að hvílast eftir óhapp

Finninn Heikki Kovalainen og kærasta hans Catherine Hyde lentu í óhappi í kappakstursmóti meistaranna í Dusseldorf á sunnudaginn, þegar afturfjöðrun brotnaði á keppnisbíl sem hann ók og hún var farþegi í endaði á varnargirðingu. Kovalainen fékk þungt höfuðhögg og Hyde meiddist á mjöðm í atvikinu.

Formúla 1

Rannsaka spillingu hjá FIFA

Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, hefur ákveðið að rannsaka mál varaforseta FIFA, Issa Hayatou, ofan í kjölinn þar sem hann er ekki bara varaforseti FIFA heldur einnig meðlimur í IOC.

Fótbolti

Inter vill fá Cassano

Inter bíður á hliðarlínunni eftir því að Antonio Cassano losni frá Sampdoria. Ítölsku meistararnir eru tilbúnir að veðja á hinn óstýriláta framherja.

Fótbolti

Alves vill framlengja við Barcelona

Það er ekki langt síðan brasilíski bakvörðurinn Dani Alves var sagður á förum frá Barcelona þar sem ekkert gekk að ganga frá nýjum samningi. Einn leikur getur aftur á móti breytt miklu.

Fótbolti

„Barcelona er ljósárum á undan Real Madrid“

Fjölmiðlar í Evrópu og víðar hrósa Barcelona liðinu mikið í dag í umfjöllun sinni um stórleik gærkvöldsins í spænsku knattspyrnunni þar sem Börsungar gjörsigruðu Real Madrid, 5-0, í hinum eina sanna El Clásico.

Fótbolti

Þurfum að hjálpa Tevez meira

Joe Hart, markvörður Man. City, hefur beðið félaga sína vinsamlegast um að bæta sinn leik svo Carlos Tevez þurfi ekki að bera liðið á herðum sér mikið lengur.

Enski boltinn

Mourinho: Við vorum ekki niðurlægðir

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, mátti þola sitt versta tap á ferlinum í gær er hann mætti með lið sitt á Nou Camp. Barcelona hreinlega kjöldró Madridarliðið og vann 5-0.

Fótbolti

NBA: Miami aftur á sigurbraut

LeBron James og félagar í Miami Heat komust aftur á sigurbraut í nótt er þeir tóku á móti Washington Wizards. LeBron skoraði 30 stig, Dwyane Wade 26 og Chris Bosh var með 20.

Körfubolti