Ekki víst að LeBron taki börnin með á völlinn í Cleveland Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2010 16:45 LeBron James. Nordic Photos/Getty Images Það eru margir NBA-aðdáendur farnir að telja niður fyrir næstu viku því þá snýr LeBron James aftur til Cleveland en hann yfirgaf herbúðir félagsins eins og frægt er orðið síðasta sumar og gekk í raðir Miami Heat. Það er líklega ekki verið að taka of stórt upp í sig með því að halda fram að James sé hataður í borginni í kjölfarið. Forráðamenn Cleveland eru þegar farnir að undirbúa "heimkomuna" en öryggisgæsla verður hert verulega á leiknum. Starfsmenn munu einnig labba um salinn meðan á leik stendur og fjarlægja sérstaklega móðgandi skilti. "Auðvitað sættum við okkur ekki við of mikinn dónaskap, það eru börn líka á staðnum. Við ætlum samt ekki að vera eins og Gestapó," sagði hinn skrautlegi eigandi Cleveland, Dan Gilbert. James getur ekki neitað því að hann sé þegar farinn að hugsa um leikinn. "Hvernig er annað hægt? Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er að fara í óvinveitt umhverfi. Það verður hátt spennustigið og mikil læti þarna," sagði James og bætti við. "Ég hef engar áhyggjur af öryggisgæslunni. Þetta er góð deild og það er alltaf passað upp á að bæði leikmönnum og áhorfendum líði vel." Á þeim sjö árum sem James lék með Cleveland voru vinir hans og fjölskylda dugleg að mæta á völlinn. Þar á meðal synir hans tveir sem nú búa í Akron með unnustu James. James hefur ekki ákveðið hvort hann taki þá með á völlinn. "Það væri líklega skynsamlegt að biðja vini og ættingja að halda sig fjarri. Það gæti samt verið erfitt því allir vilja sjá leikinn. Við sjáum hvað setur," sagði James. NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Það eru margir NBA-aðdáendur farnir að telja niður fyrir næstu viku því þá snýr LeBron James aftur til Cleveland en hann yfirgaf herbúðir félagsins eins og frægt er orðið síðasta sumar og gekk í raðir Miami Heat. Það er líklega ekki verið að taka of stórt upp í sig með því að halda fram að James sé hataður í borginni í kjölfarið. Forráðamenn Cleveland eru þegar farnir að undirbúa "heimkomuna" en öryggisgæsla verður hert verulega á leiknum. Starfsmenn munu einnig labba um salinn meðan á leik stendur og fjarlægja sérstaklega móðgandi skilti. "Auðvitað sættum við okkur ekki við of mikinn dónaskap, það eru börn líka á staðnum. Við ætlum samt ekki að vera eins og Gestapó," sagði hinn skrautlegi eigandi Cleveland, Dan Gilbert. James getur ekki neitað því að hann sé þegar farinn að hugsa um leikinn. "Hvernig er annað hægt? Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er að fara í óvinveitt umhverfi. Það verður hátt spennustigið og mikil læti þarna," sagði James og bætti við. "Ég hef engar áhyggjur af öryggisgæslunni. Þetta er góð deild og það er alltaf passað upp á að bæði leikmönnum og áhorfendum líði vel." Á þeim sjö árum sem James lék með Cleveland voru vinir hans og fjölskylda dugleg að mæta á völlinn. Þar á meðal synir hans tveir sem nú búa í Akron með unnustu James. James hefur ekki ákveðið hvort hann taki þá með á völlinn. "Það væri líklega skynsamlegt að biðja vini og ættingja að halda sig fjarri. Það gæti samt verið erfitt því allir vilja sjá leikinn. Við sjáum hvað setur," sagði James.
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira