Sport

Mourinho: Kaká verður ekki seldur

Real Madrid var búið að setja Brasilíumanninn Kaká á sölulista á dögunum en nú segir þjálfari liðsins, José Mourinho, að ekki komi til greina að selja leikmanninn.

Fótbolti

Spurs á eftir Phil Neville

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, kemur stöðugt á óvart og nú hefur það kvisast út að hann sé ekki bara að reyna að fá David Beckham heldur einnig fyrrum félaga Beckham hjá Man. Utd, Phil Neville.

Enski boltinn

Juventus hefur áhuga á Babel

Juventus hefur góða reynslu af því að nýta leikmenn sem Liverpool getur ekki notað. Alberto Aquilani hefur blómstrað hjá liðinu síðan hann kom þangað frá Liverpool.

Enski boltinn

HM 2026 í Indlandi?

Sú ákvörðun FIFA að halda HM í Katar og Rússlandi vakti óskipta athygli heimsins. Forráðamenn FIFA eru ekki hættir að koma á óvart og gæla nú við að halda HM á Indlandi árið 2026.

Fótbolti

Ólafur Jóhannesson valdi Iniesta og Del Bosque besta

FIFA gaf það út á heimasíðu sinni í kvöld hvaða leikmenn fengu atkvæði frá fulltrúum Íslands í kjöri FIFA og France Football á besta knattspyrnumanni heims. Landliðsþjálfarinn, landsliðsfyrirliðinn og einn blaðamaður höfðu atkvæðisrétt frá hverju landi.

Fótbolti

Grindvíkingar auðveldlega inn í undanúrslitin

Grindavík varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. KR, Haukar og Tindastóll komust áfram eftir sigra í leikjum sínum um helgina og verða því í pottinum með Grindvíkingum.

Körfubolti

Guðmundur má tvisvar sinnum breyta hópnum á HM

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, valdi í kvöld þá 17 leikmenn sem fara til Svíþjóðar á HM í handbolta sem hefst á föstudaginn. Guðmundur hafði í huga við valið að nýjar reglur gilda núna um leikmannahópanna í keppninni.

Handbolti

Enska sambandið búið að kæra Ryan Babel

Ryan Babel, leikmaður Liverpool, varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að fara fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir skrif inn á Twitter-síðu. Babel hefur frest til fimmtudags til að svara kærunni.

Enski boltinn

Arabískt lið vill fá Nistelrooy

Hollenski framherjinn hjá Hamburg, Ruud Van Nistelrooy, gæti söðlað um eftir tímabilið og samið við lið í Sádi Arabíu. Hann fengi fyrir vikið vænan seðil.

Fótbolti

Dóra María til Svíþjóðar

Þó svo Dóra María Lárusdóttir hafi hafnað Rayo Vallecano á dögunum mun hún samt spila erlendis á næstu leiktíð. Hún er nefnilega búin að semja við sænska félagið Djurgarden. Fótbolti.net greinir frá þessu.

Íslenski boltinn

Henry þjálfar framherja Arsenal

Thierry Henry er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Arsenal og þeir glöddust er hann kom aftur til æfinga hjá félaginu í dag. Hann mun æfa með liðinu næstu daga svo hann fari til Bandaríkjanna í góðu formi.

Enski boltinn

Allt í góðu milli Houllier og Pires

Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, segir að það sé allt í góðu milli sín og Robert Pires. Leikmaðurinn er mjög ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila og er óhræddur að tjá sig um það.

Enski boltinn

Clarke ráðinn til Liverpool

Liverpool tilkynnti í dag að það hefði ráðið Steve Clarke í þjálfarateymi félagsins. Clarke er þaulvanur kappi sem var áður hjá Chelsea, Newcastle og West Ham.

Enski boltinn