Sport

Hlynur og Jakob sterkir í naumi tapi

Sænska liðið Sundsvall Dragons, með þá Hlyn Bæringsson og Jakob Sigurðarson innanborðs, tapaði naumlega fyrir ríkjandi meisturum í Norrköpping Dolphins í stórskemmtilegum leik í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Körfubolti

Barton: Enginn að leika betur en ég

Joey Barton, miðjumaður Newcastle, telur sig eiga skilið sæti í enska landsliðinu. Barton hefur verið í frábæru formi með nýliðum Newcastle og á stóran þátt í fínu gengi þeirra röndóttu í deildinni í vetur.

Enski boltinn

Naumur sigur Spánverja á Túnis

Spánverjar unnu ósannfærandi sigur á Túnis á HM í handbolta í dag. Þeir voru lengi að slíta ferska Túnusmenn frá sér og voru undir um miðjan seinni hálfleik. Lokatölur voru 18-21.

Handbolti

Mótmæli á White Hart Lane

Stuðningsmenn Tottenham sameinuðust í mótmælum fyrir utan White Hart Lane í dag. Ástæðan er möguleikinn á því að félagið flytji sig yfir á Ólympíuleikvang Lundúna.

Enski boltinn

Owen á óskalista Sunderland

Michael Owen er efstur á óskalista Sunderland í janúar. Steve Bruce vonast til að hreppa Owen að láni út tímabilið og gefa honum meiri tíma á vellinum en Sir Alex Ferguson.

Enski boltinn

Ólafur æfir í kvöld

Ólafur Stefánsson segist vera orðinn betri í hnénu og það kemur líklega í ljós í kvöld hvort hann geti spilað gegn Japan á morgun.

Handbolti

Stöð 2 sport: Samantekt úr leik Íslands og Brasilíu

Íslendingar eru efstir í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina gegn Ungverjum og Brasilíu. Byrjunin lofar góðu en á morgun, mánudag, verður leikið gegn Japan sem kom á óvart með 33-30 sigri gegn Austurríki í gær. Á Stöð 2 sport er ítarleg umfjöllun bæði fyrir og eftir leik í þætti Þorsteins J. & gestir og í myndbandinu er samantekt úr leiknum gegn Brasilíu. Góða skemmtun.

Handbolti

Dalglish: Verður tilfinningaþrungið

"Þetta verður rómantískt og allt það, en staðreyndin er sú að við verðum að fara að vinna leiki," segir Kenny Dalglish sem stýrir Liverpool í fyrsta sinn á Anfield síðan hann tók við liðinu á nýjan leik.

Enski boltinn

Nistelrooy aftur til Real Madrid?

Þýska tímaritið Kicker segir frá því um helgina að Real Madrid vilji fá Ruud van Nistelrooy aftur til félagsins. Hollenski markahrókurinn er meira en til í það.

Fótbolti

Þórir: Náðum að gíra okkur upp

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson átti fínan leik gegn Brasilíu í kvöld og skoraði fimm góð mörk. Þórir hefur verið að glíma við létt veikindi síðan hann kom til Svíþjóðar en hann virkaði frískur í gær.

Handbolti

Ísland - Brasilía - myndsyrpa

Ísland lagði Brasilíu á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld í Norrköping. Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsis/visir.is er á svæðinu og í myndasyrpunni er brot af þeim myndum sem hann tók í kvöld.

Handbolti