Handbolti

Kári: Tónlistin í húsinu er ömurleg

Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar
Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er að spila á sínu fyrsta stórmóti í Svíþjóð og hefur fengið tækifæri í fyrstu leikjunum.

Honum hefur þó ekki enn tekist að skora en það hlýtur að styttast í fyrsta markið.

"Það gengur frekar hægt að skora," sagði Kári og hló við. "Hvað get ég sagt. 34 mörk og bara eitt af línunni."

Kári segir að það sé langþráður draumur að rætast hjá sér að fá að taka þátt í HM.

"Þetta er búið að vera æðislegt. Það má segja að ég hafi komið bakdyramegin í þetta. Ég er að njóta þess að vera hérna og taka Ólympíuandann á þetta. Það er draumur að rætast hérna og maður hefur alltaf sett stefnuna á að komast á stórmót," sagði Kári sem er ekki nógu hrifinn af tónlistinni í salnum.

"Hún er alveg skelfileg. Eiginlega ömurleg. Þeir ná að taka góða slagara og diskóa þá upp. Það er ömurlegt," sagði Kári sem er heldur ekki hrifinn af því þegar Páll Óskar er spilaður í íþróttahúsinu. "Það er ekki ég."

Kári er þekktur fyrir rokkfögnin sín og hann ætlar að fagna með stæl er hann skorar.

"Ég mun tjalda öllu. Markið kemur gegn Japan. Ég er alveg klár á því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×