Sport

Umfjöllun: KR vann auðveldan sigur í Ljónagryfjunni

KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann.

Körfubolti

37 íslensk stig í sjötta sigri Sundsvall í röð

Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænska körfuboltanum í kvöld þegar liðið vann 97-78 útisigur á ecoÖrebro. Þetta var sjötti sigur Sundsvall í röð og jafnframt nítjándi sigur liðsins í síðustu tuttugu leikjum.

Körfubolti

Johan Cruyff kominn aftur til Ajax

Johan Cruyff er kominn aftur til æskufélags síns í Hollandi og ætlar að reyna að hjálpa Ajax að komast aftur í hóp bestu félaga í Evrópu. Cruyff hefur nefnilega samþykkt að gerast meðlimur í ráðgjafhópi sem mun bjóða stjórn félagsins tæknilega aðstoð.

Fótbolti

Agger: Gátum ekkert undir stjórn Hodgson

Daninn Daniel Agger, leikmaður Liverpool, er heldur betur að stimpla sig inn þessa dagana. Agger er ekki að skafa utan af hlutunum og hefur nú sagt Liverpool hafi ekki getað nokkurn skapaðan hlut er Roy Hodgson stýrði liðinu.

Enski boltinn

Xavi: Scholes er mín fyrirmynd

Miðjumaðurinn frábæri hjá Barcelona, Xavi, segist vera afar spenntur fyrir þeirri tilhugsun að fá wayne Rooney til Barcelona. Xavi væntir þess að Cesc Fabregas komi til félagsins á endanum.

Enski boltinn

Íslenskur toppfótbolti - ný samtök félaga í efstu deild

Félögin tólf í efstu deild hafa stofnað félagið Íslenskur Toppfótbolti – samtök félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Þetta eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í Pepsideild karla í knattspyrnu. Félagið byggir á grunni Félags formanna í efstu deild karla sem hefur starfað síðan 1994.

Íslenski boltinn

Kubica: Vill komast á brautina aftur, sterkari en áður

Pólverjnn Robert Kubica kveðst vilja komast sem fyrst í Formúlu 1, en hann meiddist alvarlega á sunnudaginn þegar hann tók þátt í rallkeppni á Ítalíu. Hann verður frá keppni í ótiltekinn tíma og Lotus Renault lið hans leitar að staðgengli fyrir hann.

Formúla 1

Michael Jordan sýndi gamla takta á æfingu hjá Charlotte

Michael Jordan sem á árum áður var besti körfuboltamaður heims mætti óvænt á æfingu NBA liðsins Charlotte Bobcats í gær. Jordan þarf víst ekki að spyrja um leyfi fyrir slíkt því hann er eigandi félagsins. Hinn 48 ára gamli Jordan hefur tekið virkan þátt í séræfingum leikmanna á undanförnum vikum og í gær fór eigandinn með þetta alla leið og spilaði á æfingunni.

Körfubolti

Roy Hodgson tekur við WBA

Roy Hodgson var í dag ráðinn knattspyrnustjóri West Bromwich Albion en hann var rekinn frá Liverpool fyrir um mánuði síðan. Ráðning Hodgson kemur nokkuð á óvart en hann tekur við af Roberto Di Matteo sem var sagt upp störfum nýverið

Enski boltinn

West Ham verður án Robbie Keane næstu sex vikurnar

Robbie Keane byrjaði vel þegar hann skoraði í sínum fyrsta leik með West Ham í 3-1 sigri gegn Blackpool eftir félagaskiptin frá Tottenham. West Ham er í mikilli fallbaráttu og Keane átti að hressa upp á sóknarleik liðsins en nú er svo komið að írski landsliðsframherjinn er meiddur og verður hann frá í allt að sex vikur.

Enski boltinn

Tiger Woods blandaði sér í baráttuna í Dubai

Tiger Woods blandaði sér í baráttuna á Dubai meistaramótinu í golfi í morgun þegar hann lék á 66 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Bandaríski kylfingurinn gerði engin mistök og fékk 6 fugla (-1) og hann er samtals á -7 höggum. Suður-Afríkumaðurinn Thomas Aiken er efstur þessa stundina á -10 en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag.

Golf

Ancelotti vill fá Kaká til Chelsea

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Roman Abramovich eigandi Chelsea sé hvergi nærri hættur að styrkja lið sitt og Brasilíumaðurinn Kaká hjá Real Madrid er sagður efstur á óskalistanum. Hinn 28 ára gamli Kaká lék í átta ár undir stjórn knattspyrnustjóra Chelsea, Carlo Ancelotti, hjá AC Milan á Ítalíu.

Enski boltinn

Ray Allen skráði nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni

Ray Allen, leikmaður Boston Celtics, skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni í gær en hann hefur nú skorað flestar þriggja stiga körfur í deildinni frá upphafi – alls 2.561. Metið var í eigu Reggie Miller sem lék í 18 tímabil með Indiana Pacers en Miller var viðstaddur þegar Allen bætti metið – í hlutverki íþróttafréttamanns.

Körfubolti

Lakers náði fram hefndum gegn Boston

Meistaralið LA Lakers náði fram hefndum gegn Boston Celtics í gær í NBA deildinni í körfubolta með 92-86 sigri á útivelli. Keppnisfyrirkomulagið í NBA er með þeim hætti að þessi lið mætast aðeins tvisvar á tímabilinu og Boston hafði betur á heimavelli Lakers í fyrri leiknum. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar s.l. vor og þar hafði Lakers betur.

Körfubolti

Messi búinn að vinna fimm leiki í röð á móti Ronaldo

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru tveir af allra snjöllustu knattspyrnumönnum heims og á miðvikudaginn mættust þeir í fyrsta sinn með landsliðum sínum þegar Argentína vann 2-1 sigur á Portúgal. Messi hefur kosinn besti knattspyrnumaður heims undanfarin tvö ár og hann hefur einnig haft betur í leikjum á móti Ronaldo í að verða þrjú ár.

Fótbolti

Af hverju var Tevez ekki í argentínska landsliðinu?

Carlos Tevez var ekki með argentínska landsliðinu þegar liðið vann 2-1 sigur á Portúgal í Sviss í fyrrakvöld. Sergio Batista, þjálfari Argentínu valdi hann ekki í liðið en það var forseti sambandsins, Julio Grondona, sem sagði mönnum ástæðuna fyrir því.

Fótbolti

EHF skiptir sér af Jesper Nielsen

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, er með málefni Danans Jesper Nielsen inn á sínu borði en það þykir ekki ganga upp að hann sé við stjórnvölinn hjá tveimur stórliðum í einu.

Handbolti