Umfjöllun: KR vann auðveldan sigur í Ljónagryfjunni Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2011 20:50 Pavel Ermolinkskij var nálægt þrennunni í kvöld. Mynd/Stefán KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann. Tvö af sigursælustu félögum landsins mættu í ljónagryfjuna í kvöld til þess að etja kappi í 16.umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta. Gestirnir í KR höfðu sýnt virkilega fína takta í vetur og voru fyrir leikinn í 2.-3. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvíkingar hafa aftur á móti verið í töluverðu basli og voru í hörkubaráttu um að komast inn í úrslitakeppnina. Það var í raun að duga eða drepast fyrir heimamenn þar sem baráttan um áttunda sæti deildarinnar er virkilega hörð. Gestirnir frá Reykjavík byrjuðu leikinn vel og það var greinilegt að leikskipun þjálfarans var að keyra vel á Njarðvíkinga. KR-ingar náðu fljótlega góðu forskoti sem hélst út leikhlutann. Gestirnir náðu fjöldann allan af sóknarfráköstum í byrjun leiksins en það hélt ávallt lífi í sóknaraðgerðum þeirra. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 24-13 fyrir KR. KR hélt áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og virtust gjörsamlega ætla að keyra yfir heimamenn. KR-ingar náðu strax 17 stiga forskoti og útlitið virkilega svart fyrir Njarðvíkinga. Heimamenn sendu boltann ítrekað í hendurnar á KR-ingum og voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik. KR hélt áfram að auka forskotið og til að kóróna góðan fyrri hálfleik þá setti Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, niður flautukörfu utan af velli. Staðan var 30-55 í hálfleik og heimamenn þurftu svo sannarlega að girða sig í brók ef ekki átti að niðurlægja þá á þeirra eigin heimavelli. Þriðji leikhlutinn hófst eins og hinir fjórðungarnir tveir en KR-ingar héldu áfram að auka forskot sitt. Munurinn var mestur 28 stig á liðunum þegar staðan var 32-60. Við það lifnaði örlítið yfir leik heimamanna og þeir fóru að spila ágætis varnarleik. Jóhann Ólafur, leikmaður Njarðvíkingar, steig upp og fór fyrir sínu liði. Þegar komið var fram í síðasta fjórðunginn var staðan 49-68 og fátt í spilunum en að KR væri að sigla sigrinum heim. Í byrjun fjórða leikhluta náðu Njarðvíkingar aðeins að kroppa í KR-ingana og minnkuðu muninn í 15 stig, en þá setti KR í fimmta gírinn og eftir það var aldrei spurning hver myndi sigra leikinn. Það var hrein unun að fylgjast með baráttunni í KR-ingum en þeir skutluðu sér á eftir hverjum einasta bolta þó svo að leikurinn hafi í raun verið búinn. Jón Orri Krisjánsson, leikmaður KR-inga, var ógnvænlegur undir körfunni og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Pavel Ermolinskij átti enn einn stórleikinn fyrir KR en hann skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur fyrir Njarðvíkinga en hann skoraði 19 stig. Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með KR í úrslitakeppninni en þeir geta farið mjög langt. Njarðvík á en möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að bæta leik sinn til muna. Njarðvík-KR 71-91 (13-24, 17-31, 19-13, 22-23) Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19/ 4 fráköst / 4 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 15, Páll Kristinsson 11/ 11 fráköst, Christopher Smith 8, Nenad Tomasevic 7/ 4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3/4 stoðsendingar, Friðrik E. Stefánsson 3/2 fráköst.KR: Marcus Walker 21/4 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 19/9 fráköst/ 9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 12/4 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Fannar Ólafsson 8/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7/ 5 fráköst, Hreggviður Magnússon 7, Skarphéðin Ingason 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Páll Helgason 1. Dominos-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira
KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann. Tvö af sigursælustu félögum landsins mættu í ljónagryfjuna í kvöld til þess að etja kappi í 16.umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta. Gestirnir í KR höfðu sýnt virkilega fína takta í vetur og voru fyrir leikinn í 2.-3. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvíkingar hafa aftur á móti verið í töluverðu basli og voru í hörkubaráttu um að komast inn í úrslitakeppnina. Það var í raun að duga eða drepast fyrir heimamenn þar sem baráttan um áttunda sæti deildarinnar er virkilega hörð. Gestirnir frá Reykjavík byrjuðu leikinn vel og það var greinilegt að leikskipun þjálfarans var að keyra vel á Njarðvíkinga. KR-ingar náðu fljótlega góðu forskoti sem hélst út leikhlutann. Gestirnir náðu fjöldann allan af sóknarfráköstum í byrjun leiksins en það hélt ávallt lífi í sóknaraðgerðum þeirra. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 24-13 fyrir KR. KR hélt áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og virtust gjörsamlega ætla að keyra yfir heimamenn. KR-ingar náðu strax 17 stiga forskoti og útlitið virkilega svart fyrir Njarðvíkinga. Heimamenn sendu boltann ítrekað í hendurnar á KR-ingum og voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik. KR hélt áfram að auka forskotið og til að kóróna góðan fyrri hálfleik þá setti Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, niður flautukörfu utan af velli. Staðan var 30-55 í hálfleik og heimamenn þurftu svo sannarlega að girða sig í brók ef ekki átti að niðurlægja þá á þeirra eigin heimavelli. Þriðji leikhlutinn hófst eins og hinir fjórðungarnir tveir en KR-ingar héldu áfram að auka forskot sitt. Munurinn var mestur 28 stig á liðunum þegar staðan var 32-60. Við það lifnaði örlítið yfir leik heimamanna og þeir fóru að spila ágætis varnarleik. Jóhann Ólafur, leikmaður Njarðvíkingar, steig upp og fór fyrir sínu liði. Þegar komið var fram í síðasta fjórðunginn var staðan 49-68 og fátt í spilunum en að KR væri að sigla sigrinum heim. Í byrjun fjórða leikhluta náðu Njarðvíkingar aðeins að kroppa í KR-ingana og minnkuðu muninn í 15 stig, en þá setti KR í fimmta gírinn og eftir það var aldrei spurning hver myndi sigra leikinn. Það var hrein unun að fylgjast með baráttunni í KR-ingum en þeir skutluðu sér á eftir hverjum einasta bolta þó svo að leikurinn hafi í raun verið búinn. Jón Orri Krisjánsson, leikmaður KR-inga, var ógnvænlegur undir körfunni og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Pavel Ermolinskij átti enn einn stórleikinn fyrir KR en hann skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur fyrir Njarðvíkinga en hann skoraði 19 stig. Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með KR í úrslitakeppninni en þeir geta farið mjög langt. Njarðvík á en möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að bæta leik sinn til muna. Njarðvík-KR 71-91 (13-24, 17-31, 19-13, 22-23) Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19/ 4 fráköst / 4 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 15, Páll Kristinsson 11/ 11 fráköst, Christopher Smith 8, Nenad Tomasevic 7/ 4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3/4 stoðsendingar, Friðrik E. Stefánsson 3/2 fráköst.KR: Marcus Walker 21/4 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 19/9 fráköst/ 9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 12/4 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Fannar Ólafsson 8/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7/ 5 fráköst, Hreggviður Magnússon 7, Skarphéðin Ingason 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Páll Helgason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira