Sport

Njarðvík stöðvaði sigurgöngu Snæfellsstelpna

Njarðvík stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Snæfellsstelpna með 81-78 sigri í leik liðanna í b-deild Iceland Express deild kvenna í Stykkishólmi í dag. Snæfell er enn á toppnum í B-deildinni en nú munar aðeins tveimur stigum á liðunum.

Körfubolti

Heidfeld eldsnöggur á Lotus Renault

Þjóðverjinn Nick Heidfeld var efstur á blaði með besta aksturstímann á æfingu á Jerez brautinni í dag þegar um 25 mínútur voru eftir af æfingunni, en Lotus Renault er að skoða hann sem mögulegan staðgengil Robert Kubica, sem meiddist í óhappi í rallkeppni um síðustu helgi.

Formúla 1

Stórbrotið sigurmark hjá Rooney í Manchester-slagnum

Wayne Rooney tryggði Manchester United 2-1 sigur á nágrönnunum í Manchester City með stórbrotnu marki í leik liðanna á Old Trafford í dag. Nani skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara en United náði með þessum sigri sjö stiga forskoti á Arsenal sem mætir Wolves seinna í dag.

Enski boltinn

Strákarnir hans Kristjáns fóru illa með Redbergslid

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í Eskilstuna Guif komust aftur á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag eftir fimmtán marka sigur á Redbergslid á heimavelli, 36-21. Guif er með 40 stig eftir 24 leiki, einu stigi meira en Sävehof sem er í 2. sæti.

Handbolti

Scholes: City er að nálgast okkur

Paul Scholes lítur ekki á lið Manchester City sem aðalandstæðing United-liðsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. Liðin mætast á Old Trafford í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Verða Hamarskonur deildarmeistarar í dag?

Kvennalið Hamars getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með því að vinna Keflavík í uppgjöri tveggja efstu liðanna í Hveragerði í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.00.

Körfubolti

Valsmenn mæta KR í úrslitaleiknum - unnu Fylki í vítakeppni

Haraldur Björnsson, markvörður Vals, varði þrjár vítaspyrnur Fylkismanna í vítkeppni í undanúrslitaleik liðanna í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í Egilshöllinni í kvöld. Það var síðan Halldór Kristinn Halldórsson sem tryggði Val sæti í úrslitaleiknum með því að skora úr síðustu spyrnu Valsliðsins. Leiknum sjálfum lauk með 1-1 jafntefli en það var ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni.

Íslenski boltinn