Sport

Spennan eykst í Iceland Express deild karla

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar 18. umferð lýkur. Njarðvíkingar sækja Fjölni heim í Grafarvog í miklum fallbaráttuslag. Stjarnan og Grindavík eigast við í Garðabæ í áhugaverðum leik en Grindavík er í 3. sæti og Stjarnan í því 5. Nýliðar Hauka sem hafa komið verulega á óvart í vetur eru í 6. sæti og þeir leika gegn Keflvíkingum sem eru í 4. sæti. Allir leikir kvöldsins hefjast 19.15.

Körfubolti

Enski boltinn: Öll mörkin úr leikjum helgarinnar

Alls voru 18 mörk skoruð í leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mark Wayne Rooney sem tryggði Manchester United 2-1 sigur gegn Manchester City var án efa það fallegasta sem skorað var um helgina en öll mörkin úr öllum leikjunum er að finna á visir.is.

Enski boltinn

Eto'o skaut í slána fyrir framan opnu marki - myndband

Samuel Eto'o, leikmaður Inter Milan, fór illa með algjört dauðafæri á lokamínútunum í 0-1 tapi Inter Milan á móti Juventus í stórleik kvöldsins í ítölsku deildinni. Tapið þýðir að Inter er átta stigum á eftir nágrönnunum í AC Milan sem eru í efsta sætinu.

Fótbolti

Everton býður Fellaini nýjan samning

Everton mun bjóða belgíska landsliðsmanninum Marouane Fellaini nýjan samaning innan skamms. Hann kom til félagsins fyrir 15 milljónir punda frá Standard Liege árið 2008 og á enn tvö og hálft ár eftir af samningi sínum.

Enski boltinn

Real Madrid lagði Espanyol manni færri

Real Madrid vann í kvöld góðan útisigur á Espanyol, 0-1, í spænsku deildinni. Real Madrid lék einum leikmanni færri því markvörðurinn Iker Casillas fékk að líta rauða spjaldið á annarri mínútu leiksins.

Fótbolti

Juventus hafði betur gegn Inter Milan

Átta leikir fóru fram í ítölsku knattspyrnunni í dag. Stærsti leikur dagsins var án efa leikur Juventus og Inter Milan sem fram fór í Torino. Juventus vann góðan sigur á ítölsku meisturunum, 1-0, og var það Alessandro Matri sem skoraði sigurmarkið á 30. mínútu.

Fótbolti

Sigrar hjá Snæfelli og KR

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Snæfell er áfram í efsta sæti deildarinnar eftir góðan sigur á ÍR, 98-84, í Stykkishólmi í kvöld.

Körfubolti

Daglish kennir vináttuleikjum um jafnteflið við Wigan

Knattspyrnustjóri Liverpool, Kenny Daglish, segir að vináttulandsleikir sé aðalástæða þess að lærisveinar sínar náðu ekki að vinna Wigan á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þrátt fyrir að Liverpool kæmist yfir með marki Raul Meireles náðu Wigan að jafna leikinn með marki Steve Gohouri.

Enski boltinn

Rooney tileinkaði stuðningsmönnum United draumamarkið sitt

Wayne Rooney tileinkaði stuðningsmönnum Manchester United draumamarkið sem hann skoraði á móti nágrönnunum í Manchester City. Rooney skoraði sigurmarkið í leiknum með stórkostlegri hjólhestaspyrnu á 78. mínútu leiksins. Hann viðurkenndi eftir leikinn að þetta hafi besta markið sem hann hefur skorað á ferlinum og það fyrsta sem hann hefur skorað með slíkri spyrnu.

Enski boltinn