Sport

Ferguson: Áttu skilið jafntefli

„Liðið átti skilið jafntefli, miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester United, eftir bikarleikinn gegn utandeildarliðinu Crawley Town í kvöld. United vann leikinn, 1-0.

Enski boltinn

Íslendingar í eldlínunni - Heiðar skoraði

Fjölmargir leikir fóru fram í neðri deildum Englands í dag og voru Íslendingar í eldlínunni á mörgum vígstöðum. Heiðar Helguson var á skotskónum í ensku Championship-deildinni í dag en hann skoraði eina mark QPR í jafntefli gegn Preston.

Enski boltinn

Meistarinn enn fljótastur í Barcelona

Sebastian Vettel hjá Red Bull náði í dag besta tíma á æfingu Formúlu 1 liða í Barcelona annan daginn í röð samkvæmt frétt á autosport.com. Jamie Alguersuari á Torro Rosso varð 0.204 sekúndum á eftir Vettel í dag.

Formúla 1

Ekkert virðist stöðva Dortmund

Borussia Dortmund heldur áfram sínu striki í þýsku úrvalsdeildinni og virðast ekki ætla að láta frá sér efsta sætið, en þeir unnu þægilegan sigur á FC St.Pauli 2-0 í dag.

Fótbolti

Neville hetja Everton sem sló út Chelsea

Everton bar sigur úr býtum gegn Chelsea í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag en úrslitin réðust ekki fyrir en í vítaspyrnukeppni. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma en bæði liðin náðu að skora í framlengingunni og því lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Það var Phil Neville sem var hetja Everton en hann skoraði úr síðustu vítaspyrnu Everton og kom liðinu áfram.

Enski boltinn

Carroll vill spila gegn West Ham

Andy Carroll er í enskum fjölmiðlum í dag sagður vilja spila sinn fyrsta leik með Liverpool þegar að liðið mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Enski boltinn

Aron rekinn frá Hannover-Burgdorf

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hefur þýska úrvalsdeildarfélagið Hannover-Burgdorf boðað til blaðamannafundar síðdegis þar sem tilkynnt verði að Aron Kristjánsson sé ekki lengur þjálfari félagsins.

Handbolti

Ólafur: Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið

KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er eins og margir í liðinu að fara spila annað árið í röð bikarúrsliitaleik en Grindavík tapaði fyrir Snæfelli í úrslitaleiknum í fyrra.

Körfubolti