Ólafur: Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 10:30 Ólafur Ólafsson. Mynd/Daníel KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er eins og margir í liðinu að fara spila annað árið í röð bikarúrsliitaleik en Grindavík tapaði fyrir Snæfelli í úrslitaleiknum í fyrra. „Við erum enn svekktir að hafa tapað í fyrra og okkur langar í bikar. Það er búin að vera ströng dagskrá upp á síðkastið hjá okkur. Það hefur ekki verið að skila sér í eildarleikjunum en bikarinn er allt önnur keppni. Við ætlum að koma og vinna leikinn og ætlum ekkert að gefa þeim þetta," segir Ólafur. Grindavík vann 87-77 sigur á KR þegar liðin mættust fyrr í vetur en sá leikur fór fram í Röstinni í Grindavík. „Við unnum þá heima á góðri vörn og við ætlum að leggja það aftur upp núna. Við ætlum bara að spila vörn og höfum minni áhyggjur af sókninni. Vörn vinnur titla og þetta er ekki flóknara en það," segir Ólafur. „Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið síðan að hann tók við. Páll Axel er stigahæstur hjá okkur með fimmtán stig í leik og þetta er örugglega fyrsta tímabilið sem menn sjá hann skora bara fimmtán stig í leik. Þetta vinnst á vörninni og þetta verður gríðarlegur baráttuleikur," segir Ólafur. „Það á eftir að vera ógeðslega gaman að horfa á þennan leik og ekki síður gaman að spila hann. Menn eiga eftir að skutla sér á eftir hverjum einasta bolta, Það verður slegist og það verður allt gefið fram á síðustu mínútu. Þetta verður geggjað," segir Ólafur. Grindvíkingar hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmönnum á síðustu vikum og Ólafur segir að þeir séu að komast betur inn í leik liðsins. „Serbinn er nýkominn og kaninn er að detta betur inn í þetta. Serbinn er flottur og kaninn er mjög góður þótt að hann sé ekki búinn að sýna það fyrir utan leikinn á móti Haukum í undanúrslitunum. Hann er mjög góður leikmaður sem getur sett hann tveimur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Serbinn er mjög góður að lesa leikinn og hefur verið að koma sér inn í þetta á síðustu æfingum," segir Ólafur. Ólafur ætlar sér að gera betur en í úrslitaleiknum í fyrra þar sem hann skoraði bara eitt sitg á 19 mínútum og klikkaði á öllum fjórum skotum sínum. „Ég verð að viðurkenna það að ég er svolítið stressaður fyrir þennan leik en ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur. Maður þarf bara að koma sér upp á tærnar fyrir laugardaginn, borða og sofa vel í vikunni og þá reddast þetta," sagði Ólafur að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er eins og margir í liðinu að fara spila annað árið í röð bikarúrsliitaleik en Grindavík tapaði fyrir Snæfelli í úrslitaleiknum í fyrra. „Við erum enn svekktir að hafa tapað í fyrra og okkur langar í bikar. Það er búin að vera ströng dagskrá upp á síðkastið hjá okkur. Það hefur ekki verið að skila sér í eildarleikjunum en bikarinn er allt önnur keppni. Við ætlum að koma og vinna leikinn og ætlum ekkert að gefa þeim þetta," segir Ólafur. Grindavík vann 87-77 sigur á KR þegar liðin mættust fyrr í vetur en sá leikur fór fram í Röstinni í Grindavík. „Við unnum þá heima á góðri vörn og við ætlum að leggja það aftur upp núna. Við ætlum bara að spila vörn og höfum minni áhyggjur af sókninni. Vörn vinnur titla og þetta er ekki flóknara en það," segir Ólafur. „Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið síðan að hann tók við. Páll Axel er stigahæstur hjá okkur með fimmtán stig í leik og þetta er örugglega fyrsta tímabilið sem menn sjá hann skora bara fimmtán stig í leik. Þetta vinnst á vörninni og þetta verður gríðarlegur baráttuleikur," segir Ólafur. „Það á eftir að vera ógeðslega gaman að horfa á þennan leik og ekki síður gaman að spila hann. Menn eiga eftir að skutla sér á eftir hverjum einasta bolta, Það verður slegist og það verður allt gefið fram á síðustu mínútu. Þetta verður geggjað," segir Ólafur. Grindvíkingar hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmönnum á síðustu vikum og Ólafur segir að þeir séu að komast betur inn í leik liðsins. „Serbinn er nýkominn og kaninn er að detta betur inn í þetta. Serbinn er flottur og kaninn er mjög góður þótt að hann sé ekki búinn að sýna það fyrir utan leikinn á móti Haukum í undanúrslitunum. Hann er mjög góður leikmaður sem getur sett hann tveimur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Serbinn er mjög góður að lesa leikinn og hefur verið að koma sér inn í þetta á síðustu æfingum," segir Ólafur. Ólafur ætlar sér að gera betur en í úrslitaleiknum í fyrra þar sem hann skoraði bara eitt sitg á 19 mínútum og klikkaði á öllum fjórum skotum sínum. „Ég verð að viðurkenna það að ég er svolítið stressaður fyrir þennan leik en ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur. Maður þarf bara að koma sér upp á tærnar fyrir laugardaginn, borða og sofa vel í vikunni og þá reddast þetta," sagði Ólafur að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira