Sport

Man. Utd er ekki til sölu

Stuðningsmenn Man. Utd stukku ekki hæð sína í fullum herklæðum í dag þegar Glazer-fjölskyldan undirstrikaði að félagið væri ekki til sölu.

Enski boltinn

Hamburg á eftir Bendtner

Það spá því margir að Nicklas Bendtner sé á förum frá Arsenal í sumar og nú berast fréttir af því að þýska félagið Hamburg sé á eftir honum.

Enski boltinn

Mourinho: Benzema getur betur

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, vill fá mun meira frá franska framherjanum Karim Benzema sem hefur ekki staðið undir væntingum hjá Real Madrid.

Fótbolti

Ótrúlegir yfirburðir hjá Fowler gegn Mickelson

Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann "rúllaði“ upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. Hinn 22 ára gamli Fowler sýndi enga miskun og vann hinn þaulreynda Mickelson 6 / 5 – sem er stærsti ósigur Mickelson í holukeppni frá upphafi. Ungir kylfingar stálu senunni í gær á þessu sterka móti en Fowler var á 8 höggum undir pari þegar leiknum lauk á 13. holu.

Golf

Rooney kallar eftir einbeitingu

Wayne Rooney, framherji Man. Utd, varar við því að leikmenn liðsins fari fram úr sjálfum sér. Hann segir að menn verði að halda einbeitingu ef þeir ætli sér að vinna til verðlauna í lok tímabilsins.

Enski boltinn

NBA: Tap hjá Miami og Boston

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt eftir hraustlegan lokadag á félagaskiptamarkaðnum. Bæði Miami og Boston máttu sætta sig við tap að þessu sinni.

Körfubolti

Eric Cantona líkir Sir Alex Ferguson við Gandhi

Eric Cantona, fyrrum leikmaður Manchester United, býst við því að félagið eigi eftir að vera í vandræðum þegar Sir Alex Ferguson hættir sem knattspyrnustjóri félagsins. Cantona mærði fyrrum stjóra sinn mikið í viðtali við Daily Mail.

Enski boltinn

Zlatan enn ósáttur við Guardiola

Zlatan Ibrahimovic er greinilega enn ósáttur við Pep Guardiola, stjóra Barcelona, og segir að það hafi verið stjóranum að kenna að hann fór frá félaginu í sumar.

Fótbolti

Guðjón : Grófum okkar eigin holu

"Við klúðruðum þessum leik alveg sjálfir,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir tapið í kvöld. Keflvíkingar töpuðu fyrir erkifjendunum í Njarðvík 104-102 eftir framlengdan leik.

Körfubolti

Dzeko með tvö í öruggum sigri Manchester City

Edin Dzeko skoraði tvö mörk á fyrstu 11 mínútunum þegar Manchester City vann 3-0 sigur á Aris Saloniki í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en með sigrinum tryggði City-liðið sér leiki á móti Dynamo Kiev í 16 liða úrslitunum.

Enski boltinn

Einar Árni: Getum endað tímabilið með stæl

,,Þetta var kærkomin sigur og gríðarlega mikilvægur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Njarðvík vann magnaði sigur gegn Keflvíkingum 104-102 eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Körfubolti

Fjölnir vann á Ísafirði og sendi Hamar niður í fallsæti

Fjölnismenn unnu dýrmætan 101-94 sigur á KFÍ á Ísafirði í Iceland Express deild karla í kvöld en tapið þýðir að Ísfirðingar þurfa nú kraftaverk til þess að bjarga sér frá falli úr deildinni. Fjölnir er hinsvegar i betri málum því liðið komst upp fyrir Hamar og upp úr fallsæti með þessum sigri.

Körfubolti

Níu þristar Magnúsar ekki nóg - Njarðvík vann Keflavík í framlengingu

Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins.

Körfubolti

Wenger: Fabregas verður ekki með á sunnudaginn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðgest það að Cesc Fabregas, fyrirliði liðsins, verði ekki með á móti Birmingham í úrslitaleik enska deildarbikarsins á Wembley á sunnudaginn. Fabregas meiddist snemma í 1-0 sigri Arsenal á Stoke í gærkvöldi.

Enski boltinn

Snæfellingar rúlluðu Haukum upp og náðu 4 stiga forskoti á toppnum

Snæfell náði fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla eftir 42 stiga stórsigur á Haukum, 119-77, í Stykkishólmi í kvöld. Snæfell hefur unnið alla tíu heimaleiki sína í deildinni í vetur og sigurinn í kvöld var aldrei í hættu. Snæfell hefur fjögurra stiga forskot á KR sem á leik inni á móti Tindastól á Sauðárkróki á morgun.

Körfubolti

Markvörður Inter labbaði heim eftir Bayern-leikinn í gær

Julio Cesar, markvörður ítalska liðsins Inter Milan, var mjög svekktur út í sjálfan sig eftir 0-1 tap á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni í gær. Bayern skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir að brasilíski markvörðurinn hafði misst frá sér skot frá Hollendingnum Arjen Robben.

Fótbolti

Dirk Kuyt tryggði Liverpool sæti í 16 liða úrslitunum

Hollendingurinn Dirk Kuyt var hetja Liverpool í seinni leik liðsins á móti tékkneska liðinu Spörtu Prag á Anfield í kvöld en Kuyt skoraði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Liverpool mætir Lech Poznań eða Braga í 16 liða úrslitum en seinni leikur þeirra fer fram seinna í kvöld.

Enski boltinn