Formúla 1

Kubica: Tel mig mjög heppinn og löng og erfið endurhæfing framundan

Robert Kubica frá Póllandi.
Robert Kubica frá Póllandi. Mynd: Getty Images/Andrew Hone
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica telur sig heppinn að hafa sloppið jafnvel frá óhappi í rallkeppni á Ítalíu á dögunum og raun ber vitni. Um tíma var óttast um líf hans, eftir að vegrið gekk í gegnum miðjan rallbíl hans og Jakup Gerber.

ítalski blaðamaðurinn Roberto Chinchero er vinur Kubica til margra ára og heimsótti hann á Santa Corona spítalann, á Ítalíu og ritaði grein um heimsóknina í nýjasta eintak tímaritsins Autosport.

Læknar þurftu að framkvæma vandasama aðgerð til að bjarga hægri handlegg Kubica, en hann hlaut ýmis önnur meiðsli að auki og var hann í aðgerðum hjá læknum í yfir 30 klukkutíma á 10 dögum.

Chichero segir Kubica bráðskarpan einstakling og áræðinn og það hafi hjálpað honum að skilja líkamlegt ástand sitt og sætta sig við hvað er framundan.

Chichero segir of snemmt að spá í mögulega endurkomu Kubica í keppni, en að bjartsýni hans muni eiga stóran þátt í endurhæfingu hans. Kubica var hæstánægður að geta hreyft fingur hægri handar, þegar Chichero heimsótti hann.

„Ég veit að ég er ekki í góðu ásigkomulagi, en ég tel mig vera mjög heppinn. Það er löng og erfið endurhæfing framundan, en það veldur mér ekki áhyggjum", segir Kubica í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×