Sport

Alfreð og félagar keppa um titilinn

Alfreð Finnbogason og félagar í Lokeren unnu góðan sigur, 2-0, á St. Truiden í dag og fara því í umspil um titilinn. Alfreð var í byrjunarliði Lokeren en var tekinn af velli eftir klukkutímaleik.

Fótbolti

Ireland og Best skelltu sér á djammið

Alan Pawdew, knattspyrnustjóri Newcastle, var afar óhress eftir 4-0 tap gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gær og ekki batnaði ástandið eftir að fréttir bárust af því að leikmenn liðsins, þeir Stephen Ireland og Leon Best hefðu skellt sér á djammið, kvöldi fyrir leikinn.

Enski boltinn

Kaupir Ferguson Douglas Costa í sumar?

Knattspyrnustjóri Manchester United, Alex Ferguson, tók stórt skref í áttina að sínum fyrstu kaupum í sumar er hann bauð miðvallaleikmanni Shaktar Donetsk, Douglas Costa, að horfa á leik liðsins gegn Bolton í gær.

Enski boltinn

Wilshere er fyrsta val Capello

Fabio Capello segir að enski miðvallaleikmaurinn Jack Wilshere sé hans fyrsta val á miðjuna hjá enska landsliðinu. Þessi 19 ára leikmaður hefur leikið frábærlega á miðjunni hjá Arsenal í vetur og hefur greinilega náð athygli Capello.

Enski boltinn

Dalglish: Vítaspyrnudómurinn er ekki okkar vandamál

Kenny Dalglish segir að það sé ekki hans vandamál að liðið hafi fengið afar ódýra vítaspyrnu sem Dirk Kuyt skoraði úr í fyrri hálfleik æi 0-2 sigri liðsins gegn Sunderland í dag. Leikmenn Sunderland og Steve Bruce, þjálfari liðsins, voru æfir yfir ákvörðuninni en augljóst var að brotið átti sér stað utan vítateigs þegar atvikið var skoðað í endursýningu.

Enski boltinn

Óljóst hvort að Ancelotti verði áfram með Chelsea

Chelsea hefur neitað að staðfesta hvort Carlo Ancelotti verði stjóri liðsins á næstu leiktíð. Ancelotti er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð en gengi liðsins á þessari leiktíð hefur verið langt undir væntingum og eru líkur á því að þessi ítalski knattspyrnustjóri hætti með liðið í sumar.

Enski boltinn

Inter minnkar forystu Milan í tvö stig

Inter Milan minnkaði forystu granna sinna í AC Milan niður í tvö stig í baráttunni um ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu. Inter hafði betur gegn Lecce í deildinni í dag, 1-0, og var það Giampaolo Pazzini sem skoraði sigurmarkið á 52. mínútu.

Fótbolti

Rio hundfúll út í Capello

Rio Ferdinand er sagður vera farinn í fýlu út í Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands, sem hefur tekið af honum fyrirliðabandið. Rio finnst þjálfarinn hafa sýnt sér lítilsvirðingu.

Enski boltinn

Byrjunarlið Chelsea og Man. City kosta 67 milljarða

Tvö ríkustu knattspyrnulið Englands, Chelsea og Manchester City, mætast í dag á Stamford Brigde í London. Bæði lið eru í eigu milljarðamæringa og sést það þegar litið er til kostnaðar liðanna. Í samantekt Daily Mail kemur í ljós að byrjunarlið þessara tveggja félaga kosta samanlagt 67 milljarða íslenskra króna.

Enski boltinn

Real vann borgarslaginn gegn Atletico

Real Madrid náði að minnka mun Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í fimm stig í kvöld. Real vann þá góðan útisigur á nágrönnum sínum í Atletico, 1-2.

Fótbolti

Rúnar sterkur í toppslag

Rúnar Kárason átti virkilegan góðan leik fyrir Bergischer í kvöld er það gerði jafntefli, 32-32, við Dusseldorf í miklum toppslag.

Handbolti