Handbolti

Hamburg valtaði yfir Berlin - Kiel vann öruggan sigur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Hamburg og Berlin í dag.
Úr leik Hamburg og Berlin í dag.
Hamburg steig stórt skref í átt að þýska meistaratitlinum í dag er það valtaði yfir Dag Sigurðsson og lærisveina hans í Fuchse Berlin.

Lokatölur 22-35 eftir að staðan í hálfleik var 19-9 fyrir Hamburg. Alexander Petersson náði sér ekki á strik í liði Berlin og skoraði aðeins tvö mörk.

Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, þurfti sárlega á aðstoð að halda frá Berlin í dag en Íslendingaliðið sá aldrei til sólar í þessum leik.

Kiel kláraði á sama tíma sitt verkefni gegn Flensburg með sóma og vann stórsigur, 38-26. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel í leiknum.

Hamburg er nú með fjögurra stiga forskot og hefur aðeins tapað þrem stigum í deildinni á meðan Kiel hefur tapað sjö stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×