Handbolti

Afar mikilvægur sigur hjá Hannover-Burgdorf

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Einar Hólmgeirsson og félagar töpuðu í kvöld.
Einar Hólmgeirsson og félagar töpuðu í kvöld.
Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf vann lífsnauðsynlegan sigur á Friesenheim í kvöld. Fyrir vikið er botnbaráttan orðin ansi spennandi.

Hannover-Burgdorf vann nokkuð sannfærandi sigur á Friesenheim, 31-29, eftir að hafa tekið öll völd á vellinum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Fram að því var leikurinn í járnum.

Hannes Jón Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Hannover, Vignir Svavarsson 2 og þeir Sigurbergur Sveinsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu sitt hvort markið.

Einar Hólmgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Ahlen-Hamm í 22-29 tapi gegn Göppingen.

Hannover jafnaði með sigrinum bæði Ahlen-Hamm og Friesenheim að stigum og botnbaráttan því í algleymingi. Þau eru öll með 11 stig en Rheinland er í neðsta sæti með 8.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×