Handbolti

Löwen lagði botnliðið - tap hjá Sverre og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur fékk að spila í dag.
Guðjón Valur fékk að spila í dag.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen í dag er það vann frekar nauman útisigur á botnliði þýsku úrvalsdeildarinnar, Rheinland.

Lokatölur 24-27 eftir að Löwen hafði leitt í hálfleik, 10-15. Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.

Sverre Andreas Jakobsson komst ekki á blað fyrir Grosswallstadt og fékk enga brottvísun er liðið lá fyrir Melsungen, 33-28.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×