Sport

HM skilaði gríðarlegum hagnaði til sænska handboltasambandsins

Forsvarsmenn handboltaíþróttarinnar í Svíþjóð brosa breitt þessa stundina því í gær var greint frá því að heimsmeistaramótið sem fram fór í janúar s.l. skilaði um 450 milljóna kr. hagnaði. Þar fyrir utan er talið að samstarfsaðilar sænska handknattleikssambandsins hafi fengið um 180 milljónir kr. í hagnað af mótshaldinu.

Handbolti

KR sópaði Njarðvík út í fyrsta sinn í 21 ár

KR-ingar unnu 2-0 sigur á Njarðvík í einvígi liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla en KR vann leikina tvo örugglega, með 12 stiga mun í DHL-höllinni á fimmtudaginn og með 16 stiga mun í Ljónagryfjunni í gærkvöldi.

Körfubolti

Sunnudagsmessan: Er Eiður hættur með landsliðinu?

Eiður Smári Guðjohnsen var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær og þar velti Guðmundur Benediktsson upp þeirri spurningu hvort framherjinn hjá Fulham væri búinn að leika sinn síðasta A-landsleik. Eiður var sem kunnugt er ekki valinn í leikmannahóp Íslands sem mætir Kýpur í undankeppni EM um næstu helgi. Hjörvar Hafliðason og Rúnar Kristinsson ræddu málin við Guðmund.

Enski boltinn

Nýliðinn Maldonado og reynsluboltinn Barrichello eru tilbúnir í fyrsta Formúlu 1 mótið

Nýliðinn Pastor Maldonado frá Venúsúela hjá Williams segir spennandi að takast á við sitt fyrsta Formúlu 1 mót um næstu helgi. Það verður í Ástralíu. Maldonado varð meistari í fyrra í GP2 mótaröðinni, sem er undirmótaröð Formúlu 1. Hann ekur með Brasilíumanninum Rubens Barrichello hjá Williams, sem er einbeittur fyrir fyrsta mótið eftir að hafa notið þess að vera í fríi með fjölskyldu sinni.

Formúla 1

Draftsite.com: Spáir því að Helena verði valin inn í WNBA-deildina

Vefsíðan Draftsite.com spáir því að Helena Sverrisdóttir verði valin í nýliðavali WNBA deildarinnar sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. Samkvæmt spá síðunnar, sem er ekki tengd kvennadeild NBA né öðrum landssamtökum í íþróttum innan Bandaríkjanna, þá mun Seattle Storm velja Helenu í þriðju umferð. Karfan.is sagði fyrst frá þessu.

Körfubolti

Ancelotti: Fæstir stjórar lifa það af að liðið þeirra sofi í tvo mánuði

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, viðurkennir það að hafa verið heppinn að hafa haldið starfi sínu þegar ekkert gekk hjá liðinu um mitt tímabilið. Chelsea er á hraðri uppleið upp töfluna og komst í 3. sætið með 2-0 sigri á Manchester City í gær. Chelsea er enn níu stigum á eftir toppliði Manchester United en á leik inni og á eftir að fara á Old Trafford.

Enski boltinn

Carragher: Við áttum ekki að fá þessa vítaspyrnu

Jamie Carragher, fyrirliði Liverpool, hefur viðurkennt það að liðið hafi fengið gefins vítaspyrnu í sigrinum á Sunderland í gær. Kevin Friend dæmdi víti eftir að aðstoðardómari hans færði brot John Mensah á Jay Spearing ranglega inn í teig.

Enski boltinn

NBA: Lakers með tólfta sigurinn í síðustu þrettán leikjum

Kobe Bryant og Derek Fisher voru í aðalhlutverkum þegar Los Angeles Lakers landaði naumum sigri á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Toronto Raptors vann langþráðan útisigur og endaði sex leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og þá vann Milwaukee Bucks sigur á New York Knicks.

Körfubolti

Reina ætlar að fara ef Liverpool styrkir sig ekki

Markvörðurinn Pepe Reina hefur gefið vísbendingar þess efnis að hann muni yfirgefa Liverpool ef liðið styrkir sig ekki hressilega í sumar. Reina hefur verið orðaður við Man. United en liðinu vantar markvörð í sumar þegar Edwin van der Sar hættir í vor.

Enski boltinn

Hrafn: Bekkurinn er að koma frábær inn

„Þetta var bara hörkuleikur sem við þurftum að hafa mikið fyrir,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. KR-ingar eru komnir í undanúrslit Iceland Express-deild karla eftir að hafa sópað Njarðvíkingum í sumarfrí. Leikurinn í kvöld fór 80-96 fyrir KR-inga og sigurinn í raun aldrei í hættu.

Körfubolti

Páll Axel: Vorum allt of linir

Páll Axel Vilbergsson var daufur á dálkinn eftir tap Grindvíkinga gegn Stjörnunni í öðrum leiknum í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, 91-74.

Körfubolti

Friðrik: Töpuðum fyrir miklu betra liði

„Við töpuðum bara fyrir mun betra liði í kvöld,“ sagði Friðrik Ragnarsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið í kvöld. Njarðvíkingar eru komnir í sumarfrí eftir að hafa tapað einvíginu gegn KR 2-0 í 8-liða úrslitum Iceland Express-deild karla. Leikurinn í kvöld fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík en honum lauk með 80-96 sigri gestanna.

Körfubolti

Shouse: Of mikill snjór til að fara í sumarfrí

"Þetta eru frábær úrslit og í hvert sinn sem maður er með bakið upp við vegg þá þarf maður á góðri frammistöðu að halda. Við vorum frábærir í kvöld. Það er alltof mikill snjór úti til að fara í sumarfrí,“ sagði Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar kátur eftir liðið hafði betur gegn Grindavík, 91-74 í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar í körfuknattleik.

Körfubolti

Umfjöllun: KR sópaði Njarðvík í frí

KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn.

Körfubolti

Umfjöllun: Stjarnan tryggði sér oddaleik gegn Grindavík

Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit.

Körfubolti