Sport

Aron vill losna frá Coventry

Aron Einar Gunnarsson segir að það sé greinilega eitthvað misjafnt á gangi í félagi hans, Coventry í Englandi, og að hann vilji losna frá félaginu miðað við núverandi stöðu.

Fótbolti

Vettel stakk af á lokæfingunni

Sebastian Vettel á Red Bull var langt á undan keppinautum sínum á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna í Melbourne í Ástralíu í nótt. Hann varð 0.8 sekúndum á undan Mark Webber á Red Bull, sem er á heimavelli.

Formúla 1

Leikbann Ibrahimovic stytt

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, þarf bara að taka út tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik gegn Bari fyrir tveimur vikum síðan.

Fótbolti

Hrafn: Eigum eftir að vinna hér í Keflavík

„Við komum alveg hræðilega til leiks hér í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir ósigurinn í kvöld. KR tapaði fyrir Keflavík, 76-64, í þriðja leiknum um laust sæti í úrslitarimmu Iceland-Express deild kvenna. Keflavík leiðir því einvígið 2-1.

Körfubolti

Jón Halldór: Sýndum frábæran karakter

"Það er alveg gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa náð að landa þessum sigri,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavík, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík leiðir nú einvígið, 2-1, í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna eftir að hafa unnið góðan sigur gegn KR, 76-64, í kvöld.

Körfubolti

Umfjöllun: Frábær byrjun skilaði Keflavík sigri gegn KR

Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi.

Körfubolti

Cassano ber bara ábyrgð á sjálfum sér

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að það sé ekki hlutverk Antonio Cassano að bera landsliðið á bakinu. Hann segir það vera meira en nóg fyrir Cassano að hugsa um sjálfan sig.

Fótbolti

Pato slær sér upp með dóttur Berlusconi

Brasilíumaðurinn Pato vinnur að því hörðum höndum að tryggja sér öruggt sæti í byrjunarliði AC Milan. Það skemmir eflaust ekkert fyrir möguleikum hans að hann sé kominn á fast með dóttur Silvio Berlusconi, eiganda félagsins.

Fótbolti

Ancelotti ætlar aldrei að þjálfa lið Inter Milan

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, þarf að svara spurningum um framtíð sína hjá Chelsea á hverjum einasta blaðamannafundi sem hann heldur þessa dagana. Það eru nefnilega miklar vangaveltur um framtíð hans á Brúnni og hefur hann verið orðaður við mörg ítölsk félög að undanförnu. Ancelotti segir þó ekki koma til greina að fara til eins félags - nágranna AC Milan í Inter.

Fótbolti

Nýr Kani með Keflavík í kvöld

Keflvíkingar hafa fengið nýjan bandarískan leikmann fyrir leik liðanna gegn KR í undanúrslitarimmu liðanna í Iceland Express-deild kvenna. Það er karfan.is sem greinir frá þessu.

Körfubolti

Haraldur kallaður til Kýpur

Haraldur Björnsson, markvörður íslenska U-21 landsliðsins, hefur verið kallaður í A-landsliðið vegna meiðsla þeirra Gunnleifs Gunnleifssonar og Ingvars Þórs Kale.

Fótbolti

Adamshick ristarbrotin og ekki meira með Keflavík

Kvennalið Keflavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir miklu áfall því bandaríski leikmaðurinn Jacquline Adamshick, sem hefur farið á kostum í vetur, er ristarbrotin og verður ekkert með meira með liðinu í úrslitakeppninni. Karfan.is segir frá þessu.

Körfubolti